Færsluflokkur: Bloggar

Sigmundur og Bjarni. Númer eitt er að hlusta á fólkið í landinu, það gerir gæfumuninn.

Jæja þá er að myndast ný ríkisstjórn og nýtt fólk kemst að völdum sem er mikill léttir eftir að þegnar landsins hafa verið út í kuldanum í fjögur erfið ár. Ótrúlega lélegt nýting fjármagns hefur hrjáð okkur og svakalegum fjármunum sóað í gæluverkefni á sama tíma og fjölskyldur landsins missa húsnæði sitt og mikið af fólki hefur ekki ráð á að fæða sig. Þetta er búið að vera hörmung en nú eru nýjir tímar framundan og loksins verður kannski hægt að búa til nýtt Ísland og setjum því fortíðina í kassa og lokum honum og tökum hvern dag fyrir sig.

Það sem ég vil að Sigmundur Davíð tilvonanandi forsætisráðherra setji efst á forgangslistann er að vera í sambandi við fólkið í landinu, við söknum þessa að vera sambandslaus við stjórnendur landsins því fólkið er eftir allt saman það sem heldur landinu á lífi, allt veltur þetta á að fólk njóti þess að vera Íslendingar og fái þá þjónustu sem við væntum af opinberum stofnunum. Það þarf nauðsynlega að auka kaupmáttinn töluvert og það þarf að gerast mjög fljótt og á annan veg en með launahækkunum sem hverfa jafnóðum, það þekkja allir núna árið 2013. Sigmundur og Bjarni hafið hugfast að fólkið er orðið langþreytt og það bullar undir hjá mörgum þessi misserin og mjög stutt í að sjóði upp úr, bara horfa raunsætt á málið og grípa strax til almennra aðgerða fyrir fólkið svo það finni fyrir betri tíð og öðlist von á ný.

Það á að vera gott að vera Íslendingur og nú fáið þið tækifæri til þess að sanna ykkur, ekki klúðra því eins og síðasta stjórn gerði svo rækilega. Gangi ykkur vel.

 


mbl.is Ræða einföldun á skattkerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvergi á að nefna tölur um afslátt af kröfum hrægammaskóða.

Mig rak í rogastans fyrir nokkrum vikum síðan þegar seðlabankastjóri talaði um að trúlega gætum við Íslendingar náð 75% afslætti af kröfum hrægammasjóðanna. Þetta eru ótrúleg vinnubrögð að láta svona út úr sér og á það við um alla sem eru að skella fram tölum í þessum efnum, fjölmiðlar, stjórnmálamenn og fl.

Þetta er sennilega stærsta hagsmunamál okkar í dag og ekkert óraunhæft að við náum mun hærri afslætti frá þessum sjóðum því þeir hafa nú þegar hagnast gríðarlega og yrðu trúlega mjög sáttur við meiri afslátt heldur en menn hafa verið að röfla um.

Látum sérfræðinga í samningatækni um þessi mál vinna sín störf en trúlega myndu þeir byrja á því að skattleggja þessar eignir sem sjóðirnir eiga (eins og í Swiss) til þess að pressa þá í samninga og hef ég fulla trú að það munu nást mun betri samningar en 75% afsláttur ef seðlabankastjóri heldur sig frá málinu.  


mbl.is Skuldalækkun kallar á miklar mótvægisaðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hræðsluáróðurinn byrjaður, hvað kostar að gera ekki neitt fyrir heimilin?

Það er einhliða hræðsluáróður sem ræður ríkjum gagnvart leiðréttingum lána fyrir heimili landsins og er því spurningin hvort menn hafa reiknað hvað kostar að gera ekki neitt. Það er búið að vera að henda fólki út úr íbúðum sínum alveg frá hruni og það er enn í gangi og sagt að um sé að ræða 3 fjölskyldur á dag, hvað kostar það þjóðfélagið?

Ef ekkert er gert þá hrynur greiðsluvilji þjóðarinnar og fólk kýs fremur að losna undan æviskuldbindingum og fara gjaldþrotaleiðina og vera laus eftir tvö ár og er engin spurning að það mun verða sprenging ef lán verða ekki leiðrétt og hvað kostar það okkur marga tugi milljarða eða hundruði?

Ég hef dálítið pælt í því þegar talað er um að húsnæðisskuldir heimilanna hafi lækkað að undaförnu en ég trúi því bara alls ekki því það hlýtur að þurfa að taka inn í reikninginn allan þennan fjölda íbúða sem er búið að bjóða upp og afskriftir sem því fylgja, liggur ekki lækkunin í því. Væri fróðlegt að sjá þetta útreiknað með öllum pakkanum.

Þetta minnir mig aðeins á að talað er um minna atvinnuleysi á landinu nú en 2009 en eru ekki 6.000 til 8.000 manns vinnandi erlendis í dag og eru því ekki á atvinnuleysisskrá á Íslandi, væri gaman að sjá útreikninga miðaða við að þeir sem höfðu vinnu hér á landi en urðu að leita úr landi eftir atvinnu væru taldir með, þá held ég að prósentan muni hækka mikið. 


mbl.is Segir loforð Framsóknar skaðleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gylfi Arnbjörnsson fer með rangt mál, Hægri grænir styðja hans stefnu í húnæðismálalánum.

Í grein þessari segir Gylfi að engin flokkur hafi komið með heildstæða lausn á nýju húsnæðislánakerfi fyrir Íslendinga en mér lýst vel á þá leið sem hann er að tala um.

En satt verður að vera satt því í stefnuskrá Hægri grænna kemur fram að flokkurinn styðji hugmyndir ASÍ um þetta danska kerfi svo Gylfi ætti frekar að hvetja fólk til þess að kjósa þann ágæta flokk sem er sá eini sem er með mjög vel mótaða stefnuskrá fyrir þessar kosningar.

 


mbl.is Ekki farið í sömu vegferð aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað hefur ríkisstjórnin eyðilagt líf margra á 4 árum??? Það tekur á tilfinningalega að skrifa um þessi mál.

Á þessum tímamótum er ein ríkisstjórnin enn fer frá, hugsa ég með mér hvað er í raun grátlegt að hugsa til síðustu fjögurra ára, ekki endilega vegna þess að þetta fólk vermdi stólana heldur hvað þjóðin situr illa farin á eftir. Þetta fólk sem tók hér við eftir hrun hafði mikil tækifæri á að hugsa um fólkið en eins og alþjóð veit, hreinlega gleymdumst við og þannig upplifi ég mig í þesssu þjóðfélagi í dag.

Ég segi illa farin vegna þess að það er sama hvert maður horfir, alls staðar er fólk sem hefur orðið fyrir barðinu einhverskonar ofbeldi. Seldar hafa verið ofan af því íbúðir þeirra og það á sama tíma og það er ekki ljóst hvort lánin sem það tók og barðist vonlausri baráttu við að greiða af séu lögleg. Maður bara spyr sig hvort þetta sé ekki ofbeldi? Eftir að búið er að henda fólki úr íbúðunum sínum bíður fólksins svokallaður leigumarkaður andskotans sem er orðin svo hár að engin venjuleg manneskja stendur undir því að greiða svo háa leigu. Það hefur ekki einu sinni verið hugsað til þess að það fólk sem selt er ofan af þarf húsnæði til þess að búa í og það húsnæði á sanngjarnri leigu, lágmarkskrafa. Jóhanna fræga er nú að ljúka sinni þingmennsku og þrisvar sinnum hefir hún komið að þegar ég hef lent í einhverkonar hremmingum varðandi íbúðir sem ég hef reynt að kaupa og ávallt tapað miklum upphæðum en nánar verður ekki farið í það hér (eignaupptaka). Þessi sama Jóhanna keypti skýrslu með okkar peningum sem sýndi að það ráðstöfunarfé sem einstaklingur þarf að hafa á handa á milli til þess að ná endum saman er miklu hærri en raunveruleikinn er en hvar sú skýrsla er nú veit bara hún.

Fólk er fífl, eru orð sem ég hef á tilfinningunni að stjórnmálamenn hugsi til okkar og kannski er bara nokkuð til í því að við séum bara upp til hópa fífl, Hvað er það annað en fíflaskapur að hafa látið bjóða okkur verðtryggð íbúðarlán undanfarna áratugi og hlusta svo á sama tíma og greiðslubirgðin er að sliga okkur að það sé alveg bráðnauðsynlegt að halda í verðtrygginguna vegna lífeyrissjóðanna, þarna er lífeyrissjóðirnir teknir framyfir fólk en ef við hugsum dæmið þannig að það sé engin verðtrygging og fólk hefði meira af peningun á milli handanna vegna þess að greiðslubyrði þess er eðlilegt er þá ekki bara komið svigrúm til þess að leggja aðeins til hliðar og þá kemur ekki að sök hvort lífeyrisgreiðslur sé eitthvað lægri. Ég er reyndar á þeirri skoðun að með því að fækka sjóðum niður í einn sjóð fyrir alla landsmenn þá þurfi ekki að lækka lífeyri þótt verðtrygging verði afnumin. Á meðan ekki er uppreisn hér á landi vegna stjórnhátta hér þá lít ég á mig sem fífl og síðan verður hver og einn að eiga þá skoðun við sig.

Vaxandi mataraðstoð, vaxandi skuldavandi, óöruggara heilbrigðiseftirlit, engin peningastefna, lélegur gjaldmiðill, hækkandi vextir, hækkandi verðbólga, kaupmáttur hefur lækkað margfalt miðað við opinberar tölur, armar hrægammasjóðanna fara hér um óáreittir, stjórnmálamenn lofa því sem Þeir geta ekki staðið undir vegna þess að sum loforðið eru þannig að þau verða ekki að veruleika nema í miklu stærra samhengi en samhengið vantar í loforðapakkann. Er verið að vinna í þessum málum á alþingi, nei þar er ekki verið að gera nokkurn skapaðan hlut og mætti með það í huga athuga hvort ekki þyrfti að setja inn í stjórnarskránna ákvæði sem tæki fyrir endann á þeim vinnubrögðum sem á alþingi eru og gera það starfshæft.

Því miður þá stefnir í að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur verði í næstu ríkisstjórn en hvers vegna get ég engan vegin skilið, Íslendingar virðast bara sjá gamla tímann og þora bara ekki að hleypa nýju fólki að? Hvers vegna, hvað liggur á bakvið þannig ákvarðanir? Ég hef ekki svarið við því en ég get sagt að ég batt miklar vonir við Hægri græna, sem er að mínu mati miðjuflokkur með mannlega stefnuskrá og setur fólk í fyrsta sæti og flokkurinn er skipaður fólki sem hefur ekki verið á alþingu og vinnur við hin ýmsu störf í þjóðfélaginu. Það var ekki hugmyndin að koma inn á framboðin en það er ansi furðulegt  að það skuli ekki hafa tekist að opna augu fólksins í landinu að til þess að fá fram breytingar þá þarf að kjósa nýtt fólk til starfa, annars breytist ekki neitt, hafið það í huga ágætu Íslendingar og stöndum nú saman í að láta ekki eignaupptöku eiga sér stað á árunum 2016 til 2018 en samkvæmt sögunni verður næsta hrun á þessu tímabili.

 


mbl.is Jóhanna leggur til þingfrestun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Listi Hægri grænna XG kynntur á laugardaginn, spennandi kostur að kjósa.

Nú er komið að því að Hægri grænir flokkur fólksins kynni lista sína fyrir kosningarnar í næsta mánuði og hef ég beðið spenntur eftir því að sjá hvaða fólk verður kynnt til þess að vinna eftir góðri og vandaðri stefnuskrá flokksins. Það er alveg á hreinu að þessi flokkur getur komið mjög á óvart þegar kosningarbaráttan fer á fullt.

Stefnumálin eru ákveðin og vel uppsett fyrir almenning að skilja, það er meira heldur en td.Sjálfstæðisflokkurinn hefur fram að færa fyrir hönd almennra borgara enda flokkurinn komin að hruni og hef ég mikla trú á að Hægri grænir geti tekið nokkuð fylgi frá Sjálfstæðisflokknum og eitthvað frá Framsóknarflokknum og mörg atkvæði frá óákveðnum kjósendum.

Það er nú eins og þessu þjóðfélagi hefur verið stýrt hingað til þá hefur ekkert breyst, það er ávallt sami vítahringurinn sem við lendum í og þann vítahring þekkjum við öll og sjáum það vel á þróun verðbólgu þessar vikurnar. Það er mörg stór mál eins og peningastefna, verðbólga, verðtrygging, skuldaleiðréttingar, atvinnustefna, samningar við vogunarsjóðina og margt fleira framundan og ég bara trúi því ekki að fólk vilji ekki fá nýjan ferskan flokk með góð stefnumál með nýjum áherslum í stjórn landsins.

Yrði það ekki framför ef td Hægri grænir og Framsóknarflokkurinn næðu að mynda meirihluta stjórn? Ég nefni Framsóknarflokkinn vegna þess að hann hefur nánast endurnýjað allan sinn mannskap og er með margar góðar hugmyndir sem fara vel með stefnu Hægri grænna. Þarna er tækifæri sem Íslendingar verða að nýta sér til þess að fá nýjar áherslur fram í þjóðfélaginu, við eigum það svo sannarlega skilið. Ég set mitt X við G og verð stolltur af því.


Sorglegur vöruskiptajöfnuður en þó okkur í hag: Enn sem komið er.

Þetta eru 11.6 milljarðar okkur í hag í janúar og ekki er verið að vinna mikið í því að auka útflutningstekjurnar okkar heldur er verið að vega að þessum greinum á ýmsa vegu og svo hafa markaðir út í heimi sitt að segja en þeir eru ekki okkur í hag eins og stendur.

Ég hef áhyggjur af því að nú er verið að hefja framkvæmdir við Vaðlaheiðagöng og verið að bjóða út göng fyrir austan en þessi atvinnuvegur er þekktur fyrir að þamba í sig gjaldeyri meðan á framkvæmdum stendur og ekki höfum við efni á því í þeirri stöðu sem við erum í. Ég hef ekkert á móti göngum en þau verða að koma þegar við erum í betri stöðu.

Eina sem við getum gert í stöðunni er í fyrsta lagi að setja veiðilagafrumvarpið ofan í skúffu og vonast til að útvegsmenn auki fjárfestingar í landinu. Það verður að laga skattakerfið strax þannig að það sé vænlegt fyrir erlend fyrirtæki að líta til Íslands en það hafa td mörg fyrirtæki hætt við öll sín áform á Húsavík vegna skattastefnu stjórnvalda.

Það er allavega ljóst að eitthvað verður að gerast fljótt til þess að afla okkur meiri gjaldeyris svo ég tali ekki um að fjölga störfum á landinu en þeim hefur í raun ekkert fjölgað frá hruni ef tillit er tekið til þess hvað margir hafa flúið land og starfa erlendis. Það er nú þannig hjá stjórnvöldum eins og það fólk hafi aldrei verið til þegar er verið að biðja um góðar tölur varðandi atvinnuleysi. 


mbl.is Flutt út fyrir 55,7 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúverðug og sumstaðar ósönn loforð Sjálftstæðismanna: Dæmi.

Í einnu auglýsingu Sjálfstæðismanna stendur orðrétt.

Lækkum eldsneytisgjaldið

- það skilar sér til heimilanna

og lækkar höfuðstól lána ????

Ég vil bara benda á að öll hækkun höfuðstóls sem leggst á höfuðstól verður þar allt þar til lánið er uppgreitt eða lækkun á eldsneytisgjaldi lækkar ekki höfuðstól lána, heldur er það þannig að lækkun á eldsneytisgjaldi hækkar minna höfuðstól lána. Lækkun á höfuðstól á sér ekki stað nema í verðhjöðnun sem er ekki að gerast á Íslandi næstu misserin. 

 

Annað sem þarfnast skýringar fyrir almenning.

Fellum niður skatt þegar greitt er inn á höfuðstól húsnæðislána í stað þess að greiða í séreignasjóð.

Þarna er væntanlega verið að hvetja til þess að fólk spari ekki með því að leggja í séreignasjóð heldur noti það litla sem afgangs er til þess að greiða inn á lán ef ég skil þetta rétt. Hvað þá um sparnaðinn er hann ekki nauðsynlegur hverju þjóðfélagi. Er ekki vænlegra að lækka greiðslubirgði fólks með lengingu lána t.d. til 80 ára og setja allavega þak á verðtryggingu en best að losna við hana alveg. Þá hefur fólk afgang sem það getur notað til þess að kaupa vöru og þjónustu sem skapar störf, ég bara spyr.

Ef maður svo mikið sem tekur eitthvað mark á þessum loforðum sem auglýst eru þessa dagana af Sjálfstæðisflokknum þá er lágmark að það sé tilvísun inn á nánari útfærslur og tímasetningar loforða.

Ég er samt enn á þeirri skoðun að það er glapræði að kjósa þennan flokk til valda, það vantar enn meiri uppstokkun svo almenningur sé sáttur. 


Ótrúverðug og gamaldags stefna Sjálfstæðismanna, ekkert nýtt í boði.

Nú er maður búin að heyra svona byrjunina á stefnu Sálfstæðisflokksins og virkar þær mjög illa á mig og finnst mér þarna verið að tala um gamaldags leiðir sem allar hafa verið farnar áður og engar rótækar leiðir til þess að rífa okkur upp úr stöðnuðu stjórnkerfi okkar til þessa.

Krónan er allt í einu núna orðin besti gjaldmiðill sem í boði er, það eru engar forsendur í dag til þess að taka upp nýjan gjaldmiðil, segir Bjarni. Þarf ekki bara að hora á afleiðingar þess er krónan fellur, þarf meira til. Háir vextir og há verðbólga og áframhaldandi verðtrygging. Þetta  er flokkur sem vill hafa þann kost að geta fellt krónuna áfram og þannig flokk kjósum við ekki, nema vera sátt við að hafa óbreytt ástand hér áfram. Að draga úr vægi verðtryggingar er bara blekkingarleikur.

Flokkurinn ætlar ekki að taka á stöðu heimilanna með afgerandi hætti og er talað um að auka sparnað fólks, hvaða sparnað, kaupmátturinn er orðin svo lítill að það er ekki króna afgangs til þess að leggja fyrir. Það er nú ekki flókið að sjá að meðalfjölskylda sem greiðir af þriggja herbergja íbúð, með öllu tilheyrandi því að eiga íbúð, greiðir af 2 milljón kr bílaláni og síðan eru það aðföng fyrir heimilið. Þegar búið er að taka þetta saman eru þetta ca. 4.5 milljónir og þá eru allir aðrir póstar eftir sem við bara köllum, að vera til. þetta segir okkur að lítil fjölskylda þarf að hafa lágmark 10 til 12 milljónir í árstekjur til þess að standa undir þessu.Það eru ekki þau laun sem eru í boði almennt. Hér er brýn þörf á skuldaleiðréttingu til þess að lækka greiðslubirgði strax og finnst mér leið Hægri grænna mun vænlegri og fljótvirkari heldur en gamaldags stjórnarleiðir Sjálfstæðismanna.

Bjarni vill afskrifa hluta skulda hrægammajóðanna og hvernig gerir hann það? Hægri grænir eru með góða leið sem farin hefur verið í baráttu við hrægammasjóði víða um heim.

Ef maður ber sama leiðir og hugmyndafræði framboðanna sem verða í boði í vor þá eru Hægri grænir með mjög góða stefnuskrá sem er vel útskýrð og þar er eldmóður á ferð sem við Íslendingar þurfum á að halda í dag, nýjar fljótvirkar leiðir sem eru öllum landsmönnum til bóta. Mín persónulega skoðun er sú að það besta sem gæti gerst eftir þessar kosningar er að Hægri grænir og Framsóknarmenn mynduðu saman ríkisstjórn og hef ég fulla trú á því að það geti gerst, ég hef ekki trú á því að Íslendingar vilji halda í gamaldags vinnubrögð eins og Sjálfstæðisflokkur, VG og Samfylkingin hafa upp á að bjóða. Björt framtíð er ESB bóla sem springur enda gat Guðmundur Steingrímsson ekki einu sinni tekið afstöðu með eða á móti vantarausttillögu Þórs Sari í vikunni sem er harla lélegt. Það er mín skoðun að menn eigi að taka afstöðu til mála á alþingi.

 


Allir landsmenn vita að krónan er ónýt, ekkert nýtt í þeim efnum. Kjósum nýtt fólk til valda.

Ár eftir ár eftir ár er verið að ræða sama vandamálið, blessuðu handónýtu krónuna og stjórnmálaöflin sem vilja geta fellt hana  eftir sínu höfði vilja endilega geta gert það áfram og boðið almenningi upp á 10 ára hrun í landinu. Þessi umræða er orðin hundleiðinleg og komin tími til aðgerða, við erum með allt of háa vexti, við erum með gjaldeyrishöft og við erum með of háa verðbólgu sem á bara eftir að hækka miðað við hvað krónan fellur jafnt og þétt, ofan á þetta allt erum við með verðtryggingu.

Það verður að stöðva þessa áratuga stöðnun og til þess er aðeins ein leið, og nú er tækifærið, kjósa nýtt afl með nýjar leiðir og virðast Hægri grænir með lausn á þessum vandamálum og ættu því að komast til valda í þessu landi, við höfum engu að tapa að gefa nýju fólki möguleika á að snúa til betri vegar. Tökum okkur öll saman og kjósum XG til valda og sjáum hvort það verður okkur ekki til heilla. Það er búið að reyna allt hitt í áratugi, án árangurs.


mbl.is Már sér ekki fram á fljótandi krónu aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband