Færsluflokkur: Kjaramál

Kaupmáttur aldrei verið verri, hjá öryrkjum og öldruðum?

Það er mjög merkilegt að lesa svona fréttir um að kaupmáttur hafi aldrei verið meiri? Hvað er verið að tala um, einhverja afmarkaða hópa eða hvað?

Hér er dæmi um veruleika, endilega lesið þetta og fræðist um kjör þessa hóps.

Um síðustu áramót hækkuðu greiðslur til mín frá Tryggingastofnun um 4.722 kr á mánuði fyrir skatt og þar með útborgað ca 2.800 kr. Þessi hækkun var horfin daginn eftir því matarkarfan hækkaði strax og hefur verið að hækka allt árið. Það þarf engan sérfræðing til þess að segja mér eitthvað annað, ég er með heimilisbókhald og sé tölurnar 80.000 kr innkaup um síðustu áramót eru í dag ca 100.000 eða rétt yfir 20% hækkun.

Nú er svo komið að lífeyrissjóðnum mínum en greiðslur frá honum lækkuðu í byrjun ársins um ca 2.000 kr vegna lækkunar á verðbólgu (verðhjöðnun svokölluð?) en svo hefur hann hækkað aðeins á árinu en samt kemur þetta út þannig að lífeyrisgreiðslur standa í stað allt árið 2015 svo heildarhækkun á mínum heildarlífeyri eru þessar 2.800 kr eða 33.600 kr yfir árið sem hækkun á ráðstöfunarfé.

Ég vildi bara sýna fram á hvernig veruleikinn er í þessum málum og það er greinilegt að þúsundir aldraðra og öryrkja er með verulega skerta kaupmáttaraukningu á þessu ári, það er með ólíkindum að ríkisstjórn íslands skuli ætla að kjöldraga þennan hóp einu sinni enn og neita þeim um sambærilega hækkun og þeir lægst launuðu fengu þann 1 maí. 25.000 kr í krónutöluhækkun og prósentuhækkun eftir það. Það eru alltaf til fjármunir hjá ríkinu í alls kyns hluti sem mega bíða eða eru óþarfir, ég get ekki séð að Vigdísarhús eða hvað það heitir þurfi að byggja á meðan þessi hópur fólks á landinu er dregin ofan í svaðið og situr eftir eins og útspýtt hundskinn á eftir.

Ég skora á ríkisstjórn íslands að endurskoða þessar lífeyrisgreiðslur og samræma þær kjörum þeirra lægst launuðu og þá á ég við núna strax, ekki á næsta ári heldur strax. Hafið hugfast að 10% hækkun á litlar upphæðir er ekki neitt og þess vegna voru lægstu laun hækkuð með krónutöluhækkun um 25.000 í kjarasamningum.

Ég skora líka á öryrkjabandalagið og félög aldraðra að taka höndum saman berjast fyrir næstu kosningar og fella þetta fólk frá stjórn landsins og ráða fólk til starfa sem skilur mannlegar nauðsynjar. 

 


mbl.is Kaupmáttur aldrei meiri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn er verið að leiða íbúðarkaupendur út í óvissuna.

Miklar umræður og pælingar hafa orðið um leiðréttingar íbúðarlána og er það bara að hinu góða að almenn umræða sé um svona stórt mál sem ég styð þótt þetta snerti mig ekki á neinn hátt því ég bý í íbúð sem Búseti á og slapp því vel út úr hruninu (það getur líka verið gott að leiga) en leigan hefur auðvitað hækkað vegna hrunsins því um sömu lán að ræða sem Búseti er með og almenningur.

Ég hef heyrt að leigufélög séu ekki inn í þessum leiðréttingarpakka þrátt fyrir að forsætisráðherra segir að þetta gildi um öll verðtryggð húsnæðislán það er því ekki rétt hjá honum og er þetta gróf mismunun að mínu mati því leigendur Búseta vonuðu að til lækkunar leigu gæti komið við leiðréttinguna.

Annað og alvarlegra varðandi þetta allt saman er að það eru farnir að stíga fram hagfræðingar bankanna og ræða um að þessi leiðrétting hafi góð áhrif á hagvöxt o.s.f.v. og minnir þetta mann á allar góðu spárnar fyrir hrun sem rættust svo aldrei, heldur fór allt til fjandans hér á landi. Á meðan verðbólga er þetta há eða 3,7% í dag og vextir auðvitað allt of háir eins og allir vita þá er ekki hægt að spá með einhverja bjartsýni í huga því mörg verkefni á eftir að vinna áður en við sjáum til himins á ný.

Þessi leiðrétting er alveg sanngjörn en hún getur fokið út í vindinn á stuttum tíma á meðan núverandi kerfi er á íslandi, þá á ég við ónýtt húsnæðislánakerfi með allt of hárri greiðslubirgði (fyrir meðalmanninn allavega) og síðan erum við með vístitöludrauginn sem verður að leggja niður, helst strax i dag. Fólk sækir í óverðtryggð lán sem er eðlilegt eftir hafa horft upp á eignaupptöku hér á landi á 8 til 10 ára fresti en vextir eru það háir að það er allt of há greiðslubirði á þessum lánum, þau þurfa að vera til lengri tíma eins og víða út í heimi og á hámark 3% vöxtum. Það er auðvitað fáranlegt að við skulum láta bjóða okkur upp á að það kosti fyrir 4 manna fjölskyldu um það bil 300.000 að greiða af meðalhúsnæðisláni og versla í matinn, bara fáranlegt. smá innskot sem dæmi um matarinnkaup á spáni, í Carrefour sem er stór verlsunarkeðja þá er hægt að versla fjórum sinnum meira fyrir sama pening en á íslandi en þá er samt búið að kaupa gjaldeyri á háu verði í íslandi, er þetta eðlilegt?

Að lokum þá er bara lífsnauðsynlegt fyrir okkur íslendinga að leiðrétting lána, verðtrygging húsnæðislána, húsnæðislánakerfið verði tekið allt saman í gegn og endurskoðað og breytt, allt í einum pakka á sama tíma ásamt fastgengisstefnu, nú er lag og þarf mikinn kjark til og vonandi er fólk við stjórn sem þorir að taka á þessum málum áður en næsta hrun skellur á okkur. 


mbl.is Meirihlutinn ánægður með leiðréttingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Takk fyrir árið kæru bloggarar, og hafið það sem best um áramótin.

Ég vildi bara þakka ykkur skoðanaskiptin á árinu en því miður þá er það nú svo að mjög margt þarflegt kemur fram á blog.is sem hinir ýmsu háu herrar og dömur þyrftu að lesa til þess að komast í takt við þjóðfélagið.

Íslendingar eiga skilið að stjórnvöld hlusti á þá og forgangsraði eftir efnum til þess að það mannlega fái að blómstra en ekki einhverjir draummórar einstakra embættismanna sem hafa vald til þess að láta sitt blómstra en gleymir öllum hinum sem þurfa að blómstra líka, fátækt á ekki að líðast á íslandi í þeim mæli sem hún er og þar þarf að lyfta grettistaki.

Ég vona bara að næsta ár verði ár fólksins sem á landinu býr, alls fólksins, enga mismunun og sátt verður að nást um hin ýmsu mál.


Það eru því miður mörg mannréttindabrotin sem hafa verið framin hér á landi.

Kristín hefur svo sannarlega rétt fyrir sér að mörg mannréttindabrotin hafa verið framin hér á landi undanfarin tvö til 3 ár í alls kyns mynd.
Ég man að ríkisstjórnin lét reikna út fyrir sig hver lágmarksframfærsla þarf að vera á Íslandi og voru þessar tölur opinberaðar að mig minnir snemma á þessu ári og var þar um upphæðir að ræða sem ekki þóknuðust tölu Jóhönnu eða rúmar 300.000 kr eftir skatta, pr einstakling til þess að geta lifað af mánuðinn mannsæmandi lífi og er þar miðað við einstakling í leiguíbúð.
Þessu plaggi var stungið í skúffuna og ekki hefur verið minnst á það síðan en haldið er áfram að troða á landsmönnum með alls kyns lækkunum og hækkunum.
Hér er stunduð í dag, óþverra pólítík þar sem hagsmunir fjármagsfyrirtækja taka öll fyrstu hundrað sætin.
mbl.is Ríkið hirðir alla launahækkun ellilífeyrisþega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tekjuöflunarleið Steingríms alltaf verið dauðadæmd.

Alltaf er að koma betur og betur í ljós hvað tekjuöflunaráætlun ríkisstjórnarinnar er illa sett upp og dæmd til að mistakast eða réttast sagt, hún hefur mistekist á öllum sviðum því atvinnulífinu er að bæða út og atvinnuleysi og landflótti í miklum er það sem koma skal, það er bara staðreynd málsins. Hvaða fyrirtæki dytti í hug að hækka vörur sínar svo mikið að fólk hætti að kaupa hana öðru en ríkinu undir sjórn lélegasta fjármálaráðherra sögunnar, engum stjórnanda dytti sú vitleysa í hug enda vitað hvernig það myndi enda.
mbl.is Áfram dregur úr áfengissölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Því færri orð því betra, því við erum að tala um Jón Bjarnason.

Já það má segja að það sé gott að Jón segi sem minnst því það er ekki mikið af viti sem hann hefur gert á sinni ráðherra tíð.
mbl.is Ekki tilefni til yfirlýsinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atvinnulífið í heild lagt í einelti af ríkisstjórn.

Þið eigið alla mína samúð hjá HSS og er þetta alveg gjörsamlega óskyljanlegt mál að ekki megi leiga út þessar skurðstofur og skapa ríkinu tekjur en það virðist bara alls ekki vera upp á borðina hjá stjórnvöldum að skapa tekjur í ríkissjóð nema í formi skatta, þetta kalla ég að leggja atvinnulífið og fólkið í landinu í einelti. Eins og ég hef margoft bloggað um áður þá verður að byggja upp atvinnulífið og nýta þau tækifæri sem felast í auðæfum landsins og stöðu krónunnar, það er fullt að tækifærum sem fólk úr atvinnulífinu er að benda á fyrir daufum eyrum ríkisstjórnar, það eru tildæmis útflutningsmöguleikar, ferðaþjónusta sem ætti að efla gríðarlega með aðkomu ríkisins, varast óbeinar skattahækkanir eins og á bensín, áfengi og aðra neysluvöru, alls ekki hækka tekjuskatta o.s.f.v. tekjurnar til ríkisins eiga að koma frá atvinnulífinu ekki úr vasa fólksins nema í gegn um neyslu þess, vsk og þannig skatta sem eru nú fyrir en vöru því miður hækkaðir og neysla heldur áfram að dragast saman, atvinnuleysi eykst og tekjur ríkisins dragast saman.

Ég heyrði í fréttum í gær að lítil saumastofa á Akureyri þar sem er vitlaust að gera væri að leggja niður reksturinn og hvers vegna, það eru orðnir svo háir skattar á reksturinn að eigendurnir treysta sér ekki lengur að reka þessa saumastofu, segir þetta ekki þó nokkuð um það sem er að gerast?

Þetta eru bara staðreyndir sem allir vita, þetta sama var reynt í síðustu vinstri stjórn og það skilaði engu og því að fara sömu leið í dag? Það hlýtur bara að vera heimska.


mbl.is Reksturinn ríkinu ofviða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband