Færsluflokkur: Lífstíll

Sólheimar áfram eða ekki?

Þetta er að verða furðulegt mál sem erfitt er að skilja og hefur heilbrigðisráðherra tjáð sig um það að Sólheimum verði ekki lokað, Ólína Þorvarðar hefur tjáð sig um að það sé verið að nota tilfinningar vistmanna vegna deilu við ríkið. Hvers vegna í ósköpum er ekki hægt að eyða allri óvissu um Sólheima sem er staður sem ég kom á fyrst í fyrrasumar og er að mínu mati alveg ómetanlegur staður sem ekki má róta með á þennan hátt. Sólheimar eru og eins og þeir eru og eiga að vera eins og þeir eru. Hrein svör strax og út með alla óvissu. 
mbl.is Þjónustu við fatlaða hætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blokkið ykkur frá svokölluðu ástandi og öðlist betra líf.

Ég ákvað að byrja að blogga aðeins aftur eftir að hafa verið í hópi vinsælla bloggara á tímabili og þá var bloggað um þetta svokallaða ástand í þjóðfélaginu en síðan tók ég þá ákvörðun að hætta alfarið að blogga um þessi málefni því það hefur engan tilgang að koma skoðunum á framfæri ef ekki er hlustað á fólkið sem býr á þessu kraftmikla og fallega landi. Blogg mín voru mörg hver mjög neikvæð og stundum mjög afdráttarlaus og dómhörð en því miður má kannski segja, hafa orð mín ræst að miklu leiti og upp á það horfum við í dag.

Eftir að hafa hætt að blogga fór ég að hugsa um hvað það gaf mér að koma skoðunum á framfæri á þennan hátt og samtímis hugsaði ég um hvernig upplifun það er að tala við fólk og hlusta á fólk í svona neikvæðu umhverfi eins og ísland er í dag. Niðurstaðan var afdráttarlaus, það er ekkert vit í þessu og þessi neikvæðni er aðeins til þess að draga úr okkur þróttinn og auka vanlíðan.

Hugsið málið frekar þannig að það er fólk við stjórn sem er misvinsælt en einhver þarf að sinna þessum verkum sem stjórnvöld hafa á sinni könnu og síðan eru það þrýstihópar og ýmsir sérfræðingar sem koma skilaboðum til stjórnvalda hvort rétta leið sé verið að fara eða ekki. Það er sem sagt algjör óþarfi fyrir almenning að vera að velta sér upp úr þessu alla daga einungis til þess að valda sér enn meirum óþægindum andlega en fyrir eru.

Við erum öll vel upplýst um hver staðan er í dag og hvaða afleiðingar þetta hefur haft á margan landann og mun hafa næstu mánuði og er ég engin undantekning á því að það kreppir verulega vel að hjá manni en mér tókst að ná tökum á þessum endalausu hugsunum um ástandið í þjóðfélaginu og er ég sannfærður um að þúsundir íslendinga geta nokkuð auðveldlega fetað sömu spor ef eftir þeim er leitað og ætla ég að koma á framfæri minni aðferð hér í þessu bloggi og vonast til að þeir sem lesi þetta og hafa þörf fyrir að finna léttara líf skelli sér af stað og vinni í því markvisst og árangurinn skilar sér á undraverðum hraða. Endilega reynum að breyða aðeins út þessi orð og meiri jákvæðni, það skilar sér allt saman.

Það sem ég gerði einfaldlega var að ég hafði samband við Höfuðbeina og skjaldhyggjarjafnara sem er jafnfram menntaður heilari og pantaði tíma, markmið mitt var að losna við neikvæðnina úr hausnum og ná slökun af bestu gerð. Satt að segja þá hef ég farið nokkra meðferðartíma og í dag horfi ég björtum augum á daginn í dag en er ekkert að spá í það sem hefur gerst eða hvað á eftir að gerast enda hef ég engin áhrif á hvað gerist, það er annað fólk sem sér um það. Ég er reyndar allt annar maður og hugarfarið gjörbreitt og þetta er svo mikill munur að mikið þarf að gerast til þess að passa ekki upp á að viðhalda því sem hefur náðst, það er einfaldlega gert með því að stunda slökun af og til sem kostar ekki krónu en hleður mann upp á nokkrum mínútum. Hafa verður í huga að þegar farið er í svona breytingar þá verður maður að fara í þær með í huga að vilja láta margt flakka sem hugann hefur angrað því þessum breitingum fylgir tilfinningarót sem á stundum er dálítið erfitt að vinna úr en með hjálp réttra fagaðila kemstu yfir það á stuttum tíma.

Ég mæli sérstaklega með að lesa bókina (Mátturinn í NÚINU) eftir Eckhart Tolle, ef þú lest hana með það í huga að þú villt breyta lífi þínu til hins betra þá opnast nýr heimur sem þú átt eftir að láta þér líka vel við. Hugsaðu bókina og stundaðu æfingarnar, lestu hana aftur og þú sættist við þær skoðanir sem í henni koma fram. Gott er að ræða innihald bókarinnar við heilara eða þann meðferðaraðila sem þú velur þér.

Ég vil að lokum taka fram að þetta var mín leið en að sjálfsögðu eru til miklu fleiri leiðir sem geta komið fólki út úr neikvæðni og slæmri líðan eins og sálfræðingar, jóga, nudd og margt fleira sem í boði er, hver verður að finna sína leið en um að gera að fara af stað.

Vegni ykkur sem best kæru landsmenn.               


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband