Á að taka allar innistæður út úr Landsbankanum?

Það eru alltaf að koma fram nýjar upplýsingar um að Landsbankinn sé í raun að verða aftur eins og hann var undir stjórn Björgúlfanna. Það er farið að reka stór fyrirtæki á kostnað skattgreiðenda og virðist ekki hlustað á þá aðila sem vilja kaupa yfirtekin fyrirtæki eins og td Húsasmiðjuna en erlent fyrirtæki vildi skoða kaup á henni en ekki var hlustað á það og nú er búið að skipta þar um forstjóra og búið að koma þar fyrir manni sem er sjálfsagt vinur einhvers sem fer með stjórn Landsbankans. Það var vitað að þetta gæti gerst að einkavinavæðingin næði tökum sem hún hefur nú gert og smákóngaveldið stækkar hratt. Þar sem stjórnmálamenn styðja þessa þróun og gera ekkert til þess að stöðva hana er bara eins leið sem er því miður sú að landsmenn taki sig saman og færi allar innistæður sínar yfir í aðra bankastofnun þá er búið að stöðva Landsbankann og þá þróun sem er í gangi þar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er sjálfsagt að sporna gegn því að fyrirtæki lendi í erlendum höndum, en okkur er ansi mikill vandi á höndum við að finna hæfa íslenska fjárfesta, sem ekki tengjast inn í þennan þrönga hóp kleptókrata, sem hér réði öllu og gerir að hluta enn. Bankarnir gera það besta í þeirri stöðu að setja yfir þetta menn, sem hafa þekkingu en tengjast hugsanlega, svona á meðan þetta er í ríkiseign, en það þarf ekki að vera að það þýði að ákveðnar klíkur fái að kaupa. Málið er einfaldlega að það er ekkert traust eftir á viðskiptageiranum og vandséð hvernig hægt er að gera öllum að skapi, þegar svo horfir við.  Ég er allavega harður á að takmarka aðkomu fjölþjóðafyrirtækja og vogunarsjóða að fyrirtækjum hér og hef engan áhuga á því að gera Ísland að þrælanýlendu þeirra afla.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.1.2010 kl. 14:53

2 identicon

Mæli með því að fólk komi sér út úr Landsbankanum fyrr en seinna af ýmsum ástæðum.

Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 17.1.2010 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband