Gott framtak Attac. Stöndum sameinaðir íslendingar.

Það er gott að Einar Már og co skuli halda þennan kynningarfund í noregi og ekki veitir af og koma okkar sjónarmiðum á framfæri eins og fólkið í landinu upplifir stöðuna, þá á ég við fólkið fyrir utan ríkisstjónina sem telst ekki með okkur þrælunum.

Ég hef orðið miklu sterkari trú á því að við eigum eftir að ná miklu betri samningum vegna þessa blessaða Icesave máls ef við stöndum þétt saman um að láta ekki kúga okkur, við höfum rétt í þessu máli og eigum því að sækja hann. Svo væri það auðvitað bara draumur ef við gætum losað okkur við AGS því það fyrirbæri hefur aldrei gert nokkuð sem sæmandi þykir fyrir nokkra þjóð sem lent hefur í sambærilegum efiðleikum en til þess þurfum við lánasamninga við norðurlönd, kínverja, rússa eða bandaríkjamenn og það sem allra fyrst. 


mbl.is Attac til opins fundar í Ósló
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir hvatninguna. Mig langar til að vekja athygli á að Íslandsdeild Attac var stofnuð 30. maí 2009. Hún er hluti alþjóðlegar hreyfingar fyrir lýðræðislegu eftirliti með fjármálamörkuðunum og stofnunum þeirra. Attac varð til í Frakklandi í júní 1998.Deildir eru í 48 löndum, og nú bætist Ísland við. Af þessum 49 eru 25 Evrópulönd, 12 í Suður-Ameríku og 6 í Afríku. Félagar eru alls yfir 85.000 í heiminum. Samnefnari samtakanna og sameiginleg krafa er að öll velta á fjármagnsmörkuðum sé skattlögð og skatturinn eyrnamerktur til samfélagsverkefna. Öllum sem hafa áhuga á jákvæðri uppbyggingu þjóðfélags, þar sem fólk er í fyrirrúmi en ekki fjármagnseigendur er boðið að taka þátt í þessu starfi.

Við erum í mjög góðu samstarfi við vini okkar í Attac samtökunum í Noregi og hafa þau reynst okkur ómetanleg hjálp í okkar baráttu. 

 Heimasíða Attac á Íslandi er www.attac.is.

 Meira um fundinn í Noregi á heimasíðu Attac í Noregi: www.attac.no

Sigurlaug (IP-tala skráð) 19.1.2010 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband