Ákveðið af stjórnvöldum að hrekja heimilin í gjaldþrot í samstarfi við bankana.

Nú er það alveg morgunljóst að þetta er stjórnvaldsákvörðun að koma heimilum ekki til hjálpar og hrekja þau í gjaldþrot en á sama tíma afskrifa hundruði miljarða af útrásarvíkingum og koma fjármagseigendum til aðstoðar og tryggja þeirra fé. Nú eru bankarnir eins og almenningur veit að hirða upp eignir út um allt land, reka fólk úr íbúðum sínum og síðan er afskrifað og reynt að selja eignina, þetta er vinnubrögð helvítis að mínu mati og þau gerast undir stjórn félagshyggjustjórnar. Það er það sem ég segi að það er fámenn klíka sem er að störfum og þar tekur félagshyggjufólkið fullan þátt í leiknum, sjáið sem dæmi Árna Pál Árnason eru þetta eðlileg vinnubrögð hjá manninum undanfarna mánuði svo ekki sé minnst á tvíeykið.

Svona ykkur að segja þá heyrði ég alveg óvart samtal tveggja aðila sem snerist um það að annar þeirra var að reyna að kaupa eign að banka sem bankinn hafði tekið yfir og var um einbýlishús að ræða. Sá aðili sem var að reyna að kaupa sagði að þetta hefði nú ekki verið mikið mál að ná samningum, bankinn hafði samþykkt að afskrifa sjö miljónir af húsinu til þess að umtalaður gæti keypt það af bankanum og gekk það eftir. Hvers vegna á andsk.... var ekki hægt að afskrifa þessar sjö miljónir af fyrri eiganda og hann hefði sennilega haldið heimili sínu án þess að ég viti neitt hver staða hans var en hundruðum eða þúsundum heimila hefði verið hægt að bjarga á þennan hátt að afskrifa og gefa fólki möguleika að halda heimili sínu.   

Það er líka alveg morgunljóst að krafa framsóknarmanna fyrir síðustu kosningar að afskrifa þyrfti 20% á línuna var alveg raunhæf og fær leið, það sést á því að lánin eru færð yfir í nýju bankana á hálfvirði eins og Sigmundur Davíð var að reyna að tyggja ofan í fólk í landinu en það var ekki mark tekið á orðun hans, kannski hefði verið hyggilegra að flykkjast í kring um hans flokk og tryggja honum góða stöðu á þingi frekar en þessi ósköp sem við sitjum uppi með í dag. Kannski væri staðan önnur í dag ef Sigmundur væri í einum af þessum frægu stólum. Ef 20% hefðu verið afskrifuð strax þá værum við með miklu fámennari hóp sem þyrfti viðbótaraðstoð í stað þess að 20% heimila eru nú þegar tæknilega gjaldþrota og það fjölgar mjög hratt í þessum hópi. Þessi stjórn er ekki að gera neitt í þessum málum þótt forsætisráðherra boði að greiðsluaðlögun þyrfti að endurskoða en sú aðgerð er bara markleysa og ekkert til þess að binda neinar vonir við, það sem við þurfum eru alvöru aðgerðir sem blása lífi í hjörtu okkar og gefa okkur von um að sjá til sólar.

Þó ég nefni framsóknarflokkinn hér þá er það eingöngu vegna þess að hann boðaði aðgerðir sem hefðu komið okkur mjög vel en við fengum því miður ekki að upplifa og sjá útkomuna á. Þið þurfið ekki að skrifa um þáttöku framsóknar með hinum og þessum í stjórn því það er ekki það sem skiptir máli. það eru aðgerðir sem skipta máli, sama hver höfundurinn af þeim er.


mbl.is Lánin færð yfir á hálfvirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Jæja segðu, það er skelfilegt að lesa þessa frétt vegna þess að hún er svo alvaraleg og kemur við svo marga sem geta enga björg sér veitt....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 12.3.2010 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband