Íslenskt embættisfólk og ábyrgð, hvenær fáum við þær breitingar sem lofað var?

Nú er komið upp eitt málið enn þar sem afsagnir ættu að vera eðlilegur og sanngjarn hlutur gagnvart almenning en allir vita hvaða mörgu mistök er búið að framkvæma hér undir stjórn Jóhönnu og Steingríms. Það var búið að lofa okkur að hérna yrði gegnsæ og sanngjörn stjórnsýsla en við horfum upp á að nánast allir hlutir eru unnir á bak við tjöldin og síðan þegar gerð eru afdrifarík mistök þá axlar engin ábyrgð og bendir bara á þann sem við hliðina situr og svo koll af kolli.

Mín skoðun er sú að landskjörstjórn átti bara að halda stuttan fund og tikynna afsögn og þá er málið bara í eðlilegum farvegi eins og í lýðræðisríki, nei það á að reyna að komas hjá því að segja af sér þrátt fyrir að hafa tekið þátt í einu mesta klúðri íslandssögunnar. Jóhanna og Steingrímur eru alltaf saklaus alveg sama hvað þau gera, td Icesave sem eru bara landráðsvinnubrögð sem þjóðin leysti sjálf með undirskriftum á móti þeirra vinnubrögðum en þau eru saklaus af öllu saman og dettur ekki í hug að standa við loforð sýn um gegnsæi og sanngjörn vinnubrögð eða öðrum orðum nýtt Ísland.

Ég verð nú að segja að þetta nýja Ísland er að breytast í banalýðveldi og því er nú verr.


mbl.is Ræddu hugmyndir um afsögn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband