Styttist í nýjar tölur um minna atvinnuleysi frá svokallaðri (velferðastjórn?)

Jæja, brottflutningurinn fram yfir þá sem hingað flytjast heldur áfram að vera mikill og á hlýtur hann að aukast miðað við stöðuna í þjóðfélaginu í dag.
H
ér er erfiður vetur framundan atvinnulega séð og því engin ástæða til þess að dveljast áfram á klakanum sem getur svo sem verið ágætur en ekki á meðan svona ástand varir.

Nú fara að birtast nýjar tölur um að atvinnuleysi hafi minnkað og er mjög auðvelt að reikna það dæmi því ekki er um aukin störf að ræða um þessar mundir því sögur fara að hópuppsögnum fyrir áramótin og hruni nokkurra stórra fyrirtækja. Þá er bara að telja brottflutta og draga frá aðflutta og þá er mismunurinn minna atvinnuleysi, þetta eru nú aðferðirnar sem notaðar eru í dag.


mbl.is Fjöldi barna og unglinga meðal brottfluttra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Auk þess sýna atvinnuleysistölurnar frá Hagstofunni einungis þá sem eru á atvinnuleysisskrá. Þeir sem detta út af þeirri skrá vegna þess að þeir hafa verið of lengi atvinnulausir, detta líka út úr tölfræðinni.

Ennfremur er raunverulegt atvinnuleysi mun hærra en opinberar tölur sýna, því að það eru hópar folks sem ekki eru á atvinnuleysisskrá af ýmsum ástæðum, en er í raun atvinnulaust og í atvinnuleit.

Annars álít ég að atvinnuleysið sem eykst hér á landi mánuð fyrir mánuð sé bein afleiðing af atvinnuhemjandi aðgerðum Vinstri grænna í þessari helfararstjórn. Að hafa kosið yfir sig þennan ófögnuð á krepputímum var eins og að fara úr öskunni í eldinn.

Vendetta, 7.11.2011 kl. 10:34

2 Smámynd: Tryggvi Þórarinsson

Sammála þér í öllu Vendetta og það nýjasta nú hjá Ögmundi að tefja framgöngu Vaðlaheiðaganga er það ekki dæmigert. Það er alveg sama hvar á landinu framkvæmdir fara af stað því hagkerfið okkar er svo smátt að allar meiri hátta framkvæmdir hafa áhrif út um allt land.

Þess vegna stið ég allar framkvæmdir, sama hvar þær eru.

Tryggvi Þórarinsson, 7.11.2011 kl. 11:53

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og hvergi örlar á því að hrunstjórnin og stuðningsmenn hennar úr sjálfstæðisflokki og samfylkingu skammist sín hið allra minnsta.

Að ekki sé nú minnst á snillingana sem skiptu bönkunum á milli vina sinna.

Þvílíkt lið!

Árni Gunnarsson, 7.11.2011 kl. 17:59

4 Smámynd: Tryggvi Þórarinsson

Ég er ekki sjálfstæðismaður ef þú heldur það Árni.

Meiri spillingu í fjármálakerfi landsins hef ég ekki upplifað og er þvílíkt lykt af VG og Samfylkingar bankaliðinu að ekki er lengur líft við núverandi ástand og þar stendur VG fremst sem uppsleikja fjármálastofnana.

Tryggvi Þórarinsson, 7.11.2011 kl. 18:36

5 Smámynd: Vendetta

Árni: Heldur ekki ég hef kosið Sjálfstæðisflokkinn á ævinni, og heldur ekki Framsókn. Þegar þú skrifar "hrunstjórnin" þá áttu væntanlega líka við Samfylkinguna, sem er samsek fyrir hruninu.

Eftir þriggja ára mistök og aðgerðarleysi af hálfu núverandi helfarastjórnar, skiptir engu máli hvað tekur við, það mun verða betra en það sem við höfum nú. Jóhönnustjórnin halda ekki aðeins kreppunni við, heldur dýpkar hún. Botninum verður náð, þegar núverandi stjórnarflokkar tapa næstu kosningum.

Vendetta, 7.11.2011 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband