Ögmundur var þá vanhæfur til þess að taka ákvörðun.

Ég bloggaði þann 8. nóvember þess efnis að Ögmundur væri vanhæfur til þess að fara með þetta mál og var það vegna þess að hann tók einhliða ákvörðun án þess að taka tillit til hagsmuna þjóðarinnar. Ég er ekkert endilega að segja að hann hafi átt að segja já strax, það sem ég vildi sjá var fagleg vinnubrögð og viðræður manna á milli hvort þetta er eitthvað sem væri hægt að semja um þannig að sátt sé um málið. Þetta sýnir líka mjög glöggt hvað stjórnarflokkarnir tveir eru ósamstíga í öllum málefnum og er það næg ástæða til þess að stíga til hliðar.
mbl.is Stjórnvöld í viðræðum við Nubo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað er það sem gerir Ögmund vanhæfan? Ég sé ekki rökin.

Hann fékk eina spurningu, aflaði viðbótarupplýsinga frá fyrirtækinu sem sótti um og gaf einfalt og rétt svar að lögum.

Öll þessi vitleysa sem er skrifuð um að hann hefði átt að fara út í samningaviðræður við einhvern eða funda með hagsmunaaðilum eða hvað annað er út í hött. Það er ekki hans hlutverk að semja fyrir einkaaðila

Hvar eru hagsmunir Íslensku þjóðarinnar í því að landsvæði verði í eigu kínversks fyrirtækis?

Hvaða staðreynda átti hann að taka tillit til sem réttlættu undanþágu frá eðli og tilgangi gildandi laga? Að okkur vantaði milljarð í kassann!? Nehh... ég held ekki.

"Mér finnst" rök nægja ekki. Það stendur hvergi að fyrri undanþágur þurfi að endurtaka. Þá má alveg eins fella lögin úr gildi. Viljum við það?

BJörn (IP-tala skráð) 4.12.2011 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband