Ótrúverðug og gamaldags stefna Sjálfstæðismanna, ekkert nýtt í boði.

Nú er maður búin að heyra svona byrjunina á stefnu Sálfstæðisflokksins og virkar þær mjög illa á mig og finnst mér þarna verið að tala um gamaldags leiðir sem allar hafa verið farnar áður og engar rótækar leiðir til þess að rífa okkur upp úr stöðnuðu stjórnkerfi okkar til þessa.

Krónan er allt í einu núna orðin besti gjaldmiðill sem í boði er, það eru engar forsendur í dag til þess að taka upp nýjan gjaldmiðil, segir Bjarni. Þarf ekki bara að hora á afleiðingar þess er krónan fellur, þarf meira til. Háir vextir og há verðbólga og áframhaldandi verðtrygging. Þetta  er flokkur sem vill hafa þann kost að geta fellt krónuna áfram og þannig flokk kjósum við ekki, nema vera sátt við að hafa óbreytt ástand hér áfram. Að draga úr vægi verðtryggingar er bara blekkingarleikur.

Flokkurinn ætlar ekki að taka á stöðu heimilanna með afgerandi hætti og er talað um að auka sparnað fólks, hvaða sparnað, kaupmátturinn er orðin svo lítill að það er ekki króna afgangs til þess að leggja fyrir. Það er nú ekki flókið að sjá að meðalfjölskylda sem greiðir af þriggja herbergja íbúð, með öllu tilheyrandi því að eiga íbúð, greiðir af 2 milljón kr bílaláni og síðan eru það aðföng fyrir heimilið. Þegar búið er að taka þetta saman eru þetta ca. 4.5 milljónir og þá eru allir aðrir póstar eftir sem við bara köllum, að vera til. þetta segir okkur að lítil fjölskylda þarf að hafa lágmark 10 til 12 milljónir í árstekjur til þess að standa undir þessu.Það eru ekki þau laun sem eru í boði almennt. Hér er brýn þörf á skuldaleiðréttingu til þess að lækka greiðslubirgði strax og finnst mér leið Hægri grænna mun vænlegri og fljótvirkari heldur en gamaldags stjórnarleiðir Sjálfstæðismanna.

Bjarni vill afskrifa hluta skulda hrægammajóðanna og hvernig gerir hann það? Hægri grænir eru með góða leið sem farin hefur verið í baráttu við hrægammasjóði víða um heim.

Ef maður ber sama leiðir og hugmyndafræði framboðanna sem verða í boði í vor þá eru Hægri grænir með mjög góða stefnuskrá sem er vel útskýrð og þar er eldmóður á ferð sem við Íslendingar þurfum á að halda í dag, nýjar fljótvirkar leiðir sem eru öllum landsmönnum til bóta. Mín persónulega skoðun er sú að það besta sem gæti gerst eftir þessar kosningar er að Hægri grænir og Framsóknarmenn mynduðu saman ríkisstjórn og hef ég fulla trú á því að það geti gerst, ég hef ekki trú á því að Íslendingar vilji halda í gamaldags vinnubrögð eins og Sjálfstæðisflokkur, VG og Samfylkingin hafa upp á að bjóða. Björt framtíð er ESB bóla sem springur enda gat Guðmundur Steingrímsson ekki einu sinni tekið afstöðu með eða á móti vantarausttillögu Þórs Sari í vikunni sem er harla lélegt. Það er mín skoðun að menn eigi að taka afstöðu til mála á alþingi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband