Kaupmáttur aldrei verið verri, hjá öryrkjum og öldruðum?

Það er mjög merkilegt að lesa svona fréttir um að kaupmáttur hafi aldrei verið meiri? Hvað er verið að tala um, einhverja afmarkaða hópa eða hvað?

Hér er dæmi um veruleika, endilega lesið þetta og fræðist um kjör þessa hóps.

Um síðustu áramót hækkuðu greiðslur til mín frá Tryggingastofnun um 4.722 kr á mánuði fyrir skatt og þar með útborgað ca 2.800 kr. Þessi hækkun var horfin daginn eftir því matarkarfan hækkaði strax og hefur verið að hækka allt árið. Það þarf engan sérfræðing til þess að segja mér eitthvað annað, ég er með heimilisbókhald og sé tölurnar 80.000 kr innkaup um síðustu áramót eru í dag ca 100.000 eða rétt yfir 20% hækkun.

Nú er svo komið að lífeyrissjóðnum mínum en greiðslur frá honum lækkuðu í byrjun ársins um ca 2.000 kr vegna lækkunar á verðbólgu (verðhjöðnun svokölluð?) en svo hefur hann hækkað aðeins á árinu en samt kemur þetta út þannig að lífeyrisgreiðslur standa í stað allt árið 2015 svo heildarhækkun á mínum heildarlífeyri eru þessar 2.800 kr eða 33.600 kr yfir árið sem hækkun á ráðstöfunarfé.

Ég vildi bara sýna fram á hvernig veruleikinn er í þessum málum og það er greinilegt að þúsundir aldraðra og öryrkja er með verulega skerta kaupmáttaraukningu á þessu ári, það er með ólíkindum að ríkisstjórn íslands skuli ætla að kjöldraga þennan hóp einu sinni enn og neita þeim um sambærilega hækkun og þeir lægst launuðu fengu þann 1 maí. 25.000 kr í krónutöluhækkun og prósentuhækkun eftir það. Það eru alltaf til fjármunir hjá ríkinu í alls kyns hluti sem mega bíða eða eru óþarfir, ég get ekki séð að Vigdísarhús eða hvað það heitir þurfi að byggja á meðan þessi hópur fólks á landinu er dregin ofan í svaðið og situr eftir eins og útspýtt hundskinn á eftir.

Ég skora á ríkisstjórn íslands að endurskoða þessar lífeyrisgreiðslur og samræma þær kjörum þeirra lægst launuðu og þá á ég við núna strax, ekki á næsta ári heldur strax. Hafið hugfast að 10% hækkun á litlar upphæðir er ekki neitt og þess vegna voru lægstu laun hækkuð með krónutöluhækkun um 25.000 í kjarasamningum.

Ég skora líka á öryrkjabandalagið og félög aldraðra að taka höndum saman berjast fyrir næstu kosningar og fella þetta fólk frá stjórn landsins og ráða fólk til starfa sem skilur mannlegar nauðsynjar. 

 


mbl.is Kaupmáttur aldrei meiri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Það er alltaf sami blekkingarleikurinn í launaumræðunni. Laun verkafólks hafa hækkað mest um 11% en laun sérfræðinga og stjórnenda minnst, um 3%. Blekkingin í þessari prósentuumræðu segir okkur að launahækkunin er svipuð hjá þessum hópum í krónum sem er hinn rétti mælikvarði en ekki prósentur. Reyndar eru umrædd 3% heldur hærri en nefnd 11%  í þessu tilfelli sem segir okkur að sérfræðingar og stjórnendur hafa hækkað meira en verkafólk og afgreiðslufólk. Umræða um prósentur er hrein blekking.

corvus corax, 10.12.2015 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband