Heimilin eiga að borga allan pakkann, ný afskriftarleið.

Já það er ekki undarlegt að fólk sé orðið sárt og svekkt eftir að hafa horft upp á blessuðu stjórnmálamennina okkar lofa öllu fögru að mikið verði gert til þess að bjarga heimilunum en svo verður niðurstaðan sú að heimilin eigi að greiða allan pakkann að fullu en á lengri tíma.

Það eru að koma kosningar og við almenningur búin að fá hverja vatnsgusuna á eftir annari í andlitið og því er það í okkar hendi að kasta einhverju af vatninu til baka í andlit þeirra stjórnmálamanna sem geta ekki komið með ákveðnar afskriftarleiðir sem kosningarloforð númer eitt, kjósum þá ekki, það skiptir okkur engu máli hvað flokkurinn heitir sem loforðið gefur það sem þarf eru lausnir ekki vinstri eða hægri eitthvað, bara leiðir. Allir vita að gjaldþrotaleiðin sem er verið að fara verður þjóðfélaginu rosalega dýr en það má kannski segja að það verður mjög ódýrt að leiga húsnæði þar sem bankarnir og íbúðalánasjóður mun sitja uppi með þúsundir eigna sem verða á leigumarkaði og framboð því mjög mikið. Ég sá að Íbúðalánasjóður á nú fjórfalt fleiri eignir en á sama tíma fyrir ári.

Ég er bara mjög ánægður með Hagsmunasamtök heimilanna og að þau skuli vera að beita sér og nú er bara að beita stjórmálamönnum miklum þrýstingi að koma fram með leiðir fyrir kosningar því eftir kosningar skiptum við engu máli lengur.

Ég ræddi afskriftarmál við mæta mann í morgun og hafði hann þá hugmynd að afskrifa ætti 2.000.000 kr á línuna og sjá svo til hverju það skilar og þá stendur eftir hópur sem þarf einhverja frekari aðstoð en ef það fólk missir íbúðir sínar að þá verði gerður leigusamningur við það um áframhaldandi búsetu og að leigan verði á gangverði þess tíma og að hún muni fylgja launahækkunum en ekki bullvísitölum sem alla eru að setja á hausinn, er þetta ekki skoðandi leið?


mbl.is Málsókn til varnar heimilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Ef húsaleigan lækkar heldur keðjuverkunin áfram. Ég sé bara eina leið út úr óstandun og það er að afskrifa skuldir heimilina. Ekki krónutölu heldur prósentu tölu. Þá getur fasteigna og húsaleiguverð lækkað með sem minnstum skaða. Heimilin eru stærsti hlekkur hagkerfiskeðjunar og það er sá hlekkur sem þarf að laga til að koma hagkerfinu í gang aftur.

Offari, 13.4.2009 kl. 17:29

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Hverju er maður bættari með að fá lækkun á skuldum, sem gefur 20.000 kr. lægri greiðslubyrðí á mánuði en þurfa síðan að greiða 30.000 kr. hærri skatta á mánuði til að greiða upp kostnað ríkissjóðs vegna þeirrar skuldaafskriftar. Halda menn virkilega að sú fullyrðing Framsóknarfrlokksins að þessi niðurfærsluleið kosti ekki neitt stanfdist í raun?

Sigurður M Grétarsson, 13.4.2009 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband