Gáfuleg jöklaferð eða þannig.

Alltaf gerist þetta að ferðamenn eru að þvælast upp á fjöll og jökla þrátt fyrir að veðurspá sé mjög óhagstæð og veltir maður oft fyrir sér hvort einhver tilkynningarskilda er þegar svona ferðir eru farnar svo að vitað sé um ferðir fólks í vafasömu veðri. Það fylgir þessu mikill kostnaður að leita fólk uppi og koma því til byggða fyrir utan þá áhættu sem fylgir því að vera í leit í vitlausi veðri. En það er alltaf ánægjulegt meðan allt fer vel og engin mannskaði verður.
mbl.is Bjargað af Vatnajökli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Björn

Þú berð ekki þann kostnað, heldur björgunarsveitin.  Bara svo það sé á hreinu.

Guðmundur Björn, 9.5.2009 kl. 10:04

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ferðafólk er orðið einhverskonar "blúndur" finnst mér >>> help help help

Jón Snæbjörnsson, 9.5.2009 kl. 10:08

3 Smámynd: B Ewing

Farðu nú varlega í sleggjudómana án þess að kynna þér málið almennilega.

Það hefur nú þegar komið fram að ferðamennirnir voru með vana íslenska fararstjóra með sér auk þess sem menn í höfuðstöðvum ferðaþjónustuaðilans rýndu í spár dagana fyrir ferð og á meðan á ferðinni stóð og það var aldrei neitt í veðurspánum sem benti til viðlíka veðurs og var á jöklinum þessa daga. Það lýsir viðbúnaði fólksins gagnvart hugsanlegum veðrabreytingum (sem voru hvergi á veðurkorti) að það kom fullkomlega heilt á húfi undan jökuldvölinni eftir að hafa hafst við í tjöldum í á þriðja sólarhring. Illa búnir ferðamenn hefðu í besta falli komist undir læknishendur við illan leik miðað við aðstæður og þykir mér þessi ferð hafa sýnt fólki almennt að vera við hreinlega öllu búinn ef fara á í jöklaferð, óháð árstíma.

Ég skelli megninu af skuldinni (ef skuld skyldi kalla) á slök veðurreiknilíkön fyrir jöklasvæðin á landinu. Það er á afar takmörkuðum veðurupplýsingum að byggja þegar fara á jöklaferðir almennt hér á landi.  Vonandi stendur það til bóta.

B Ewing, 9.5.2009 kl. 10:12

4 identicon

Góð æfing fyrir björgunarsveitirnar  og búnað þeirra.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 10:13

5 identicon

Og björgunarsveitir elska að fara út að leika sér á fínu tækjunum sínum. Ég tala af reynslu hvað það varðar. Svo það sé á hreinu, þá var þetta ekki leit. Það var nákvæmlega vitað hvar þau voru.

Skil ekki hvað þú meinar með því að ferðin hafi verið ógáfuleg. Segðu mér hvernig á að skipuleggja 10 daga gáfulega jöklaferð? Á að bíða þangað til veðurspá segir að ekki sé neinn möguleiki næstu tíu dagana á að veðrið versni í 1600-2000 metra hæð? 

Rúnar Karlsson (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 10:17

6 Smámynd: Tryggvi Þórarinsson

Okey, okey, ég var ekki að gagnrýna neinn heldur er þatta bara spurning sem kemur upp og varðar öryggi fólks, annað var það ekki.

Tryggvi Þórarinsson, 9.5.2009 kl. 10:51

7 Smámynd:

Að skipuleggja 10 daga jöklaferð er einfaldlega ekki "gáfulegt" Rúnar. Og allra síst á þessum tíma þegar enn er allra veðra von. Merkilegt hvað alltaf er rokið upp til handa og fóta að verja svona vitleysu, jafnvel þótt björgunarsveitarmönnunum þyki þetta ævintýralega skemmtilegt. Þarna er um að ræða líf - ekki bara bjánanna sem bjargað er heldur einnig þeirra sem fara að sækja þá. Mitt blogg um málið og kommentin við því http://eignarfall.blog.is/blog/eignarfall/entry/873190/

, 9.5.2009 kl. 11:27

8 identicon

Gaman að sjá að ferðamennskan sem svo margir, þar á meðal ég, stunda er ekki lengur gáfuleg.

En því miður sést á málflutningi að fólk sem kastar svona fram hefur enga þekkingu á þessum málum en tjáir sig samt.  Besti tíminn í ferðalög á jökli eru einmitt apríl-maí,  ástæðurnar eru m.a. mildara veður, birta allan daginn, snjór til staðar, nógu kalt til að vera ekki að labba í drullu og fleiri og fleiri ástæður.  Þegar 10 daga ferð er skipulögð þá er einmitt gert ráð fyrir a.m.k 2 dögum stopp vegna veðurs.

Ekki er ég að tjá mig um ferðamennsku/afþreyingu sem ég hef ekki vit á, mörg slys verða við þær, m.a. hestamennsku, hjólreiðar o.s.frv.  Á fólk að hætta því líka?

Þegar kemur svo að tryggingum þá kaupa flestir þeirra sem stunda þessa 'vitleysu' flugelda af björgunarsveitunum og því má segja að það sé að tryggja sig.

Kv, Dóri 

Dóri (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband