Svört glundroðastjórn með enga stefnufestu.

Eftir lestur á stjórnarsáttmála svörtu glundroðastjórnarinnar eins og ég ætla að kalla hana er maður nánast orðin verulega áhyggjufullur og eiginlega þunglyndur því það er eiginlega ekki nokkur skapaður hlutur sem í þessu plaggi eykur manni von um betri daga. Ég held að það hefði bara verið betra að sleppa þeirri vinnu sem lögð var í snepilinn og Jóhanna hefði bara komið fram á blaðamannafundi að tjáð þjóðinni að nýja stjórnin myndi reyna að gera það sem hún gæti en sennilega væri ekki neitt sem hún gæti gert fyrir okkur.

Gylfi Arnbjörnsson segir að hann sé frekar ánægður með snepilinn og að Jóhanna hafði lýst því að hún tæki einarða afstöðu til að taka á skuldastöðu heimilanna, hún er búin að segja þetta margoft og hver tekur mark á henni lengur.

Það er búið að mynda stjórn sem er eins ósamstíga í stærsta gæluverkefni stjórnmálasögunnar eins og mögulegt er,  ESB og hélt ég á tímabili í gær þegar Steingrímur og Jóhanna sátu hlið við hlið á blaðamannafundi og Steigrímur var að lýsa andstöðu flokks síns við ESB mjög ákveðið að Jóhann ætlaði að vaða í hann, þvílík var heyftin á fasi hennar og mátti þakka fyrir að hún hélt sér á stólnum. Ég er ekki viss um að stjórnarandstaðan hleypi ESB málinu í gegn um þingið í skjóli þess að ríkisstjórnin er ósammála í því.

Þetta er svo máttlaus og ótrúverðug stjórn að ég ætla að halda mig við fyrri spá að hún springi í byrjun desember næstkomandi.

Góðir íslendingar það er komið að því að herða sultarólina enn frekar, á meðan ný stjórn leggur sinn kraft í ESB umræðu, ekki það sem við þurftum.


mbl.is Ný ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband