Svona er að hafa þjóðina ekki með sér.

Það hefur sýnt sig betur og betur að eftir því sem þjösnast er meira á fólki með því að leiðrétta ekki skuldir, hækka skatta fram úr hófi ásamt óbeinum sköttum (olía, áfengi, matvöru o.fl.) þá er ekki hægt að fara fram á að fólk fylgi þessari stefnu og þessa vegna er svona komið. Fólk skráði sig á listann fræga sem varð til þess að forsetinn tekur þessa ákvörðun sem var mjög eðlileg ákvörðun og við áttum okkur á því allt í einu að við búum ennþá í lýðræðisríki en margir voru farnir að óttast að svo væri ekki lengur þvílík hefur framkoma ríkisstjórnar gagnvart fólki í landinu verið, hrein og bein valdníðsla.

Góðir íslendingar, nú fellum við þennan samning með 80% atkvæða og förum að snúa okkur að uppbyggingu þjóðarinnar, það eru ekki stjórnmálamenn sem gera það fyrir okkur við verðum að taka völdin og byggja upp og með því að fella samninginn eru skilaboðin skýr, þetta er stefna sem við viljum ekki og nú er komin tími til þess að huga að fólkinu sem býr hér (ennþá).

Það er á valdi dómstóla að skera úr um kröfur breta og hellendinga á íslendinga.


mbl.is Endurreisnaráætlun í uppnám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Una Jónsdóttir

Bíddu var það ekki þjóðin sem kaus þessa ríkisstjórn af því hún treysti þeim fyrir enduruppbyggingunni ??? Hvað ætlar þú að gera öðruvísi en Steingrímur og Jóhanna ?? Ekki nóg að vera á móti öllu eins og Bjarni og Sigmundur og koma ekki með tillögur til úrbóta !!!

Guðrún Una Jónsdóttir, 5.1.2010 kl. 13:44

2 Smámynd: Tryggvi Þórarinsson

Þetta er það góða við lýðræðið, fólk má hafa misjafnar skoðanir og koma þeim á framfæri og það tókst í þetta sinn en hingað til hefur þessi stjórn ekki hlustað á almenning heldur miklu frekar fjármagnseigendur. Hvað er hægt að gera öðruvísi er spurning sem er hægt að svara tildæmis, allt annað en þetta sem þau hafa gert og síðan er til stefna sem heitir að auka tekjur þjóðfélagsins með því að fleyta atvinnulífinu og fólkinu af stað á nýjan leik en það verður ekki gert með þessari leið því það eru einfaldlega ekki til peningar til þess að eyða lengur, þeir fara í ríkiskassann. Ég vil minna á að þegar Steingrímur var í stjórnarandstöðu gagnrýndi hann hart án þess að vera með neinar tillögur svo það hefur ekkert breyst í þeim málum og er mér alveg sléttsama hvað Bjarna og Sigmundi finnst um stöðuna.

Tryggvi Þórarinsson, 5.1.2010 kl. 13:58

3 identicon

Guðrún

Þú segir rétt, fólk kaus, og greinilega vildi styðja VG og SF, þar á meðal ég.

En, ég kaus eins og ég kaus vegna kosningaloforða ! Ef þessir flokkar hefðu unnið samkvæmt sínum loforðum, þá værir málið ekki komið í svona óefni.

Þess vegna haf kjósendurnir brugist svona við

btg (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 14:02

4 identicon

Einmitt það sem ég hegg eftir þau komu í pontu og LOFUÐU öllu fögru og ætluðu sko að bjarga okkur úr þessum hremmningum og guð má vita hvað .. þegar kom svo til að standa við stóru orðin kom í ljós að þetta voru innantóm loforð .. lygar! 

 Glætan að ég treysti þessu fólki eitthvða frekar en hinum?  Enginn munur á kúk og skít!  Vanhæf ríkisstjórn á jafnvel við núna og áður, ef ekki bara betur!

Ásta (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband