Gott að rannsaka lífeyrissjóði og í leiðinni kaup þeirra á Vestia í dag.

Það er mjög þarft mál að rannsaka fjárfestingar lífeyrissjóða undanfarin ár og þar þarf að fara mjög vel ofan í hagsmuna og fjölskyldutengsl vegna fjárfestinga þeirra. Það rifjast alltaf upp hjá manni að Ingólfur Margeirsson var búin að vara við fjárfestingaleið þeirra í nokkur ár en engin vildi hlusta á hann en það er komið í ljós í dag að hann hafði rétt fyrir sér allan tímann, örugga ávöxtun vildi hann, þó hún væri lægri en í boði var á ákveðnu tímabili, það er trygging okkar sem eigum sjóðina og fá peningana okkar til baka þegar að því kemur en það verður ekki héðan í frá þar sem búið er að afskrifa miljarða af almannafé innan sjóðanna.

Hvað varðar kaup fjárfestingafélags lífeyrissjóðina á Vestia í dag þá finnst mér það rannsóknarefni því að mínu mati er þetta mjög vafasöm fjárfesting og ekkert nema áhættan en það er kannski hlegið að mér eins og Ingólfi á sínum tíma en það kemur í ljós síðar. Sem eitt dæmi, hvernig á að verðmeta Húsasmiðjuna þar sem mikil samkeppni er alveg á næsta leiti Bauhause er tilbúið með verslun sem þeir munu opna um leið og velta fer að aukast í þeim bransa, hvað þá? Vodafone er í bullandi samkeppni o.s.f.v. Er þetta skynsamleg fjáfesting eða er þetta skipun frá Steingrími nokkrum Sigfússyni sem er búin að klúðra öllu því sem hann á að sinna?


mbl.is Lífeyrissjóðir rannsakaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Á meðan mælt er af skynsemi og engum ofstopa, þá er ekki hlegið að neinum.

Jafnvel hlustað.  

Sigurbjörn Sveinsson, 20.8.2010 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband