Lífeyrissjóðir áfram illa reknir, í áhættu ólgu sjó.

Það er alveg sama hvað margir koma fram með hugmyndir og góðar ábendingar til lífeyrissjóða landsins en þeir láta ekki segjast og halda áfram að fjárfesta í mjög áhættusömum fyrirtækjum hvort sem er á Íslandi eða erlendis. Nú vil ég benda á að bankar eru að ávaxta sitt fé að mestu leiti hjá Seðlabankanum um þessar mundir því það er hagstæðast en ekki lífeyrissjóðirnir, nei þeir gætu hagnast á því og þess vegna gengur það ekki að ávaxta fjármagnið innanlands hjá bönkum og í ríkisskuldabréfum sem virðist vera borðleggjandi ávöxtun samkvæmt tuga viðtala við hina og þessa fræðinga í þessum málum. Kristinn Pétursson talar um hérna á bloggi sínu við þessa frétt að það þurfi að fækka lífeyrissjóðun í 2 til 3 og er ég sammála í meginmáli en vil ganga lengra og fækka í einn sjóð sem mun heita einfaldlega Lífeyrissjóður Íslendinga, sjóður sem verður rekinn með litlum tilkostnaði og sjóður þar sem mjög áfráttarlaus lög og reglur verða settur hvað varðar rekstur hans og fjárfestingastefnu. Við þurfum bara sömu stefnu og er í þýskalandi, lága og örugga ávöxtun og þá fær fólk peningana sína aftur þegar að því kemur og aldrei þarf að skerða lífeyri. Stöðvum valdabaráttuna um peningana okkar og heimtum einn lífeyrissjóð. 
mbl.is Neikvæð ávöxtun erlendra eigna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband