Ömurleg pöntuð skýrsla frá ríkisstjórn, ekki minnst á réttlæti í henni einungis kostnað.

Þetta er eitthvað sem ég átti bara alls ekki von á að ríkisstjórn sem lítið fylgi hefur skuli voga sér að fara svona leiðir að stofna einhverja reikninefnd sem kemur svo með pantaða niðurstöðu fyrir ríkisstjórn, það er sko alveg á hreinu að réttlæti hefur hvergi komið þarna við sögu. Hvenær ætlar þetta háttsetta lið sem situr í stjórninni að átta sig á því að við Íslendingar vorum rændir og við viljum fá eitthvað til baka að þýfinu þó ekki væri nema smábrot eða 20% leiðréttingu skulda sem dekkar alls ekki allar lækkanir eigna í landinu ef út í það er farið. Ég hef orft spurt mig að því hvers vegna má ekki reka ríkissjóð með halla í nokkur ár til þess að hann geti borið það að skila hluta af þeim þjófnaði sem ríkið stelur af fólki á 10 ára fresti með óstjórn, er það eingöngu vegna ASG eða er það bara vegna þess að Steingrímur vill skila ríkissjóði réttu megin sín vegna en ekki fólksins vegna?

Einu orði sagt, nú mega mótmælin byrja og ekki hætta fyrr en þessu stjórn óréttlætis er farin frá stjórn sem var að fá 20% fylgi í síðustu könnun sem ég heyrði í dag.


mbl.is Vaxtabótahækkun árangursríkust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við sem ekki keyptum húsnæði á lánum í bólunni heldur ákváðum frekar að leigja okkar húsnæði og skuldum engum neitt, eigum núna að fara borga með SKÖTTUNUM okkar einhver verðbólgin lán þeirra sem önuðu út í húsnæðiskaup í græðgæðinu svo þeir geti átt þessar fasteignir áfram þó þeir geti ekki borgað????????????

Ég segi bara eins og ég hef gert áður, fávitinn sem ég augljóslega er: Þetta finnst þér eðlilegt, sanngjarnt og réttlátt!

SVEI!

Kolbeinn (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 20:19

2 Smámynd: Tryggvi Þórarinsson

Já Kolbeinn, hörð orð en ekki rétt að mínu mati.

Ég hef tvisvar lent í að ríkið geri eignaupptöku hjá mér um 1982, 1990 og því tókum við hjónin þá ákvörðun að ganga í Búseta og leiga húsnæði og lenda ekki í þessu á ný og við höfum leigt síðan þá og gerum enn og ekki finnum við fyrir eignaupptökunni í þetta skiptið þótt kreppan segi vel tíl sín vegna hækkana á allri vöru og þjónustu fyrir utan andsk. skattana en það gerir ungt fólk sem er að reyna að fóta sig og nú er það fólk að flýja land og það er það sem veldur mér mestum áhyggjum. Það er líka til fólk sem gekk og langt og keypti sér allt of dýrar fasteignir og það er þeirra mál og ekkert réttlætir samt að það sé rænt vegna óstjórnar í landinu, það hlýtur að vera á hreinu? Þarna er blessaða verðtryggingin í gangi enn á ný að viðbættum útrásarvíkingum og útkoman er slæm fyrir alla þjóðina að viðbættum gengistryggðum lánum sem er byrjað að leiðrétta sem betur fer en við verðum að horfa yfir heildarmyndina, ekki bara sjálfan sig, við þurfum réttlátt þjóðfélag fyrir alla.

Tryggvi Þórarinsson, 10.11.2010 kl. 20:53

3 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Kolbeinn þú hlýtur að vera að grínast. Er það þá sanngjarnt að þeir sem lögðu sinn sparnaði á hávaxtareikninga séu tryggðir í botn en þeir sem lögðu sparnað sinn í heimili sitt blæði. Þetta er bæði ákveðin sparnaðarform og á ríkið bara að tryggja annan hópinn hinn á að blæða.

Sigurður Sigurðsson, 10.11.2010 kl. 21:24

4 Smámynd: Tryggvi Þórarinsson

Góður Sigurður.

Tryggvi Þórarinsson, 10.11.2010 kl. 22:23

5 identicon

Tryggvi:

"Það er líka til fólk sem gekk og langt og keypti sér allt of dýrar fasteignir og það er þeirra mál og ekkert réttlætir samt að það sé rænt vegna óstjórnar í landinu, það hlýtur að vera á hreinu?"

Ef það er rétt að þetta fólk hafi í raun verið "rænt", en hafi bara ekki mátt renna í minnsta græna grun að lánskjaravísitölutryggð lán til áratuga fyrir MILLJÓNIR króna sé STÓRHÆTTULEGT FJÁRHÆTTUSPIL, nú þá er það að sjálfsögðu hárrétt hjá þér að ekkert réttlæti það rán. En hvað viltu að við, skattgreiðendur gerum í því? Nú er verið að skera niður velferðarkerfið, loka sjúkrahúsum o.s.frv. til að reyna að ná upp í 30 ÞÚSUND MILLJÓNA KRÓNA GAT í fjárlögum. Og þá er lækningin á þessu "ráni" sú að við, VIÐ SEM EKKERT HÚSNÆÐI EIGUM OG ENGAN ÞÁTT TÓKUM Í ÞESSU FJÁRHÆTTUSPILI, eigum að fara að borga þessi lán?!??!? Þetta stenst bara enga skoðun.

"Góður Sigurður":

Jæja já, er það að slá fasteignaveðlán fyrir MILLJÓNUM KRÓNA nú orðið "sparnaðarform" – og það meira að segja RÍKISTRYGGT??!?! Þetta er bara sturlaður málflutningur. Nú vill reyndar svo til að ég á engan "sparnað á hávaxtareikningum" sem eru "tryggðir í botn" og get því ekki talað fyrir svo fínt fólk. Ég er hins vegar í hópi þeirra sem NEITA AÐ SLÁ MILLJÓNA VÍSITÖLU-LÁN Á VERÐBÓLGUEYJUNNI ÍSLANDI. Og ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að það eigi að teljast réttlæti að taka skattpeninga af mér til að borga fjarhættuspilaskuldirnar fyrir fólk sem situr í húsnæði sem það "keypti" með slíkum aðferðum. Ef þér finnst það bara fínt og sjálfsagt þá virðist ekki vera mikið sem við getum rætt um á sviði sanngirni og réttlæti.

Kolbeinn (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 10:42

6 identicon

Góður Kolli...láttu þessa sturluðu íhaldsgemlinga heyra það....:)

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband