Við þurfum utanþingsstjórn strax (neyðarstjórn) en ekki kosningar.

Þetta er bara málið og það skýrist á sunnudag eftir mikil mótmæli á laugardag hvort við losnuð við þetta landráðalið frá völdum. 
mbl.is Kosningar ekki heppilegar nú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikta E

Hrekjum þau úr þinginu - Valdið er hjá fólkinu!

Benedikta E, 29.9.2011 kl. 22:51

2 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

Alveg sammála þér Tryggvi...........

Eyþór Örn Óskarsson, 29.9.2011 kl. 23:54

3 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Tryggvi, hverjir eiga að veljast í slíka utanþingsstjórn? Og hver á að velja í hana? Forsetinn? Heldur þú að þjóðin sjálf verði ekki að samþykkja utanþingsstjórn með atkvæðagreiðslu?

Fleiri spurningar eins og þessar:

Væri utanþingsstjórn tilbúin að losa verðtrygginguna af?

Væri utnanþingsstjórn tilbúin til að vinna með FÓLKI á sérstökum fundum þar sem væri rætt: a) nýtt fasteignakerfi b) trygging fyrir öruggri afkomu fólks gagnvart launum/bönkum? c) nýtt fjármálakerfi er byggðist á samfélags sparisjóðum?

Taka á móti hugmyndum þannig frá fólki á þeim fundum?

Guðni Karl Harðarson, 30.9.2011 kl. 00:01

4 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Benedikta hvernig ætlar þú að hrekja þau af þinginu? Með einhverju ofbeldi?

 Erum við þá að tala um framhald Búsáhaldabyltingu, með þungu verkfærin eins og tildæmis Buffhamra?

Guðni Karl Harðarson, 30.9.2011 kl. 00:04

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Kannski við ættum að setjast niður og hrinda nýrri svona undirskriftarsöfnun af stað? Þeir sem fylgdust með í fyrra vita það sjálfsagt að í kjölfar þess að Tunnurnar fóru á fund forseta þá hrundu tvær þeirra þessum undirskriftarlista af stað. Í kjölfar þess risu upp áróðurspennar sem reyndu að klína fasista- og terroristastimplinum á kröfur Tunnanna.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 30.9.2011 kl. 00:29

6 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Rakel það gæti verið ráð að hvetja fólk að taka þátt!

Guðni Karl Harðarson, 30.9.2011 kl. 00:45

7 Smámynd: Benedikta E

Guðni - Valdið er hjá fólkinu í því liggur samtakamátturinn - 10 - 20 þúsund eða meira á Austurvelli  - það er allt sem þarf . Það er fjöldinn sem skiptir máli. Utanþingstjórn yrði verkefna miðuð til ca. tveggja ára - ætti að taka á brýnustu málefnunum sem núverandi stjórnvöld hafa ekki ráðið við - bankarnir - skuldavandi heimila - fyrirtækja meðal og smá - atvinnumálin allt sem þarf til að stöðva landflótta og auka lífsgæði fólksins í landinu.Forsetinn skipar í utanþingstjórn - fagfólk ekki stjórnmálafólk - Utanþingstjórn vinnur með þinginu.Þegar tíma slíkrar stjórnar væri liðinn þá yrði kosið.

Benedikta E, 30.9.2011 kl. 00:46

8 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Allir á Völlin krafan er flokksræði víki fyrir lýðræðinu.

Sigurður Haraldsson, 30.9.2011 kl. 01:09

9 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

En þú misskilur lögin Benidikta því þau segja að alþingi skuli fara yfir og samþykkja vinnu utanþingsstjórnar. Vegna þess að utanþingsstjórn hefur ekki löggjafarvald, heldur þingið. Og getur ekki haft það nema að breyta stjórnarskránni fyrst.

Sjálfur á ég frekar bágt með að sjá að þingmenn allir standi að baki utanþingsstjórn. Sérstaklega þingmenn VG og Samfylkingar ef gripið væri inn í og utanþingsstjórn skipuð og þar með fall núverandi stjórnar.

Guðni Karl Harðarson, 30.9.2011 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband