Tek ekki þátt í fáranlegri skoðanakönnun stjórnvalda og er ekki einn um það.

Þetta rugl í kring um stjórnarskránna okkar er alveg með eindæmum vitlaust og alveg kolrangt tímasett. 75% fólks í landinu er á móti sitjandi ríkisstjórn og mun ekki taka þátt í þessum leik að mæta á kjörstað til þess að taka þátt í skoðanakönnun um stjórnarskránna, þvílík þvæla.
Það er alþingis að vinna í þessu máli og það þarf að vera fullkomin sátt um allar breytingar á stjórnarskránni innan þingsins áður en til kemur að þjóðin kjósi um hvort hún vill þær breytingar sem þarf að gera eða ekki.
Það liggur ekkert á þessu þessu máli og þarf það bara sinn tíma á þinginu 2 til 5 ár eða svo.
Ég hef verið að ræða þetta mál á götuhorninu og verð ég ekki var við annað að fólki sé nákvæmlega sama um þessa skoðanakönnun og að það ætli ekki að mæta til þess að svara þessum spurningum.
Alltaf er til fé til að sóa í svona óþarfa.
mbl.is Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar að hefjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hér tel ég þig taka rangan pól í hæðina, Tryggvi.

Ég tek ekki linari afstöðu gegn þessu stjórnlagaráði en þú, til þess var stofnað með ólöglegum hætti, þvert gegn gildandi lögum um stjórnlagaþing.

En gættu að hinu, að með því að sitja heima myndir þú og aðrir sama sinnis láta fylgismenn þessa útskiptiplaggs (frakkrar tillögu um HEILA stjórnarskrá í stað þeirrar sem við höfum!) njóta þess forskots og þeirra forréttinda, að ÞEIRRA atkvæði ráði niðurstöðu kosningarinnar!

Þannig fór, þegar mjög margir sjálfstæðis- og framsóknarmenn sátu heima, þegar kosið var til stjórnlagaþings. Afleiðingin varð sú, að EVRÓKRATAR fengu þar þeim mun fleiri atkvæði, sem Samfylkingarmenn sérstaklega gerðu sér ferð til að gefa þeim. Hefðu sjálfstæðis- og framsóknarmenn greitt atkvæði og jafnvel boðið sig fram ýmsir, hefði kosningin farið öðruvísi.

Kosninguna ógildu átti svo að ógilda, en þegar Samfylkingarforystan sá, hversu margir evrókratar náðu að verða meðal 25 efstu --- Þorvaldur Gylfason, Vilhjálmur Þorsteinsson, Eiríkur Bergmanns Einarsson (gamall og nýs starfsmaður á vegum Evrópusambandsins!), Illugi Jökulsson, Guðmundur Gunnarsson úr Rafiðnaðarsambandinu, Þórhildur Þorleifsdóttir, Gísli Tryggvason, Silja Bára Ómarsdóttir og fleiri --- þá ákvað hún að fremja valdarán og skipa "ráðið" þessu fólki ÞVERT GEGN ÚRSKURÐI HÆSTARÉTTAR OG LÖGUM UM STJÓRNLAGAÞING, því að kosninguna til þess BAR að ENDURTAKA skv. lögunum.

Fullveldisframsalgreininina nr. 111 í drögum þessa "ráðs" samþykktu Esb-dindlarnir með mestu ánægju. Það verður ekki einu sinni spurt um hana í skoðanakönnuninni haust! Valgerði Bjarnadóttur, form. stjórnsýslu- og eftirlitsnefndar Alþingis, áður Esb-konu í Brussel, fannst það ekki taka því !

Eini sómasamlegi mótleikurinn er því að mæta í kosninguna og segja NEI við því að gera þessi heildardrög að undirstöðu nýs frumvarps um stjórnarskrá landsins.

Það þýðir ekki, koma megi fram umbótum á stjórnarskrá síðar meir. En höfnum þessu plaggi ráðríkra Esb-dindla í "ráðinu"!

Jón Valur Jensson, 24.8.2012 kl. 12:03

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hér eru þrjár fljótfærnisvillur í innleggi mínu:

"Kosninguna ógildu átti svo að ógilda, en þegar ..."

-----> "Kosninguna ógildu átti svo að ENDURTAKA, en þegar ..."

3. síðasti málsliður átti að hefjast þannig:

"Fullveldisframsalsgreininina nr. 111 í drögum þessa "ráðs" samþykktu Esb-dindlarnir með mestu ánægju. Það verður ekki einu sinni spurt um hana í skoðanakönnuninni í haust!"

Og næstsíðasta setningin átti að vera þannig:

"Það þýðir ekki, að ekki megi koma fram umbótum á stjórnarskrá síðar meir."

Jón Valur Jensson, 24.8.2012 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband