Sorglegur vöruskiptajöfnuður en þó okkur í hag: Enn sem komið er.

Þetta eru 11.6 milljarðar okkur í hag í janúar og ekki er verið að vinna mikið í því að auka útflutningstekjurnar okkar heldur er verið að vega að þessum greinum á ýmsa vegu og svo hafa markaðir út í heimi sitt að segja en þeir eru ekki okkur í hag eins og stendur.

Ég hef áhyggjur af því að nú er verið að hefja framkvæmdir við Vaðlaheiðagöng og verið að bjóða út göng fyrir austan en þessi atvinnuvegur er þekktur fyrir að þamba í sig gjaldeyri meðan á framkvæmdum stendur og ekki höfum við efni á því í þeirri stöðu sem við erum í. Ég hef ekkert á móti göngum en þau verða að koma þegar við erum í betri stöðu.

Eina sem við getum gert í stöðunni er í fyrsta lagi að setja veiðilagafrumvarpið ofan í skúffu og vonast til að útvegsmenn auki fjárfestingar í landinu. Það verður að laga skattakerfið strax þannig að það sé vænlegt fyrir erlend fyrirtæki að líta til Íslands en það hafa td mörg fyrirtæki hætt við öll sín áform á Húsavík vegna skattastefnu stjórnvalda.

Það er allavega ljóst að eitthvað verður að gerast fljótt til þess að afla okkur meiri gjaldeyris svo ég tali ekki um að fjölga störfum á landinu en þeim hefur í raun ekkert fjölgað frá hruni ef tillit er tekið til þess hvað margir hafa flúið land og starfa erlendis. Það er nú þannig hjá stjórnvöldum eins og það fólk hafi aldrei verið til þegar er verið að biðja um góðar tölur varðandi atvinnuleysi. 


mbl.is Flutt út fyrir 55,7 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband