Hvað hefur ríkisstjórnin eyðilagt líf margra á 4 árum??? Það tekur á tilfinningalega að skrifa um þessi mál.

Á þessum tímamótum er ein ríkisstjórnin enn fer frá, hugsa ég með mér hvað er í raun grátlegt að hugsa til síðustu fjögurra ára, ekki endilega vegna þess að þetta fólk vermdi stólana heldur hvað þjóðin situr illa farin á eftir. Þetta fólk sem tók hér við eftir hrun hafði mikil tækifæri á að hugsa um fólkið en eins og alþjóð veit, hreinlega gleymdumst við og þannig upplifi ég mig í þesssu þjóðfélagi í dag.

Ég segi illa farin vegna þess að það er sama hvert maður horfir, alls staðar er fólk sem hefur orðið fyrir barðinu einhverskonar ofbeldi. Seldar hafa verið ofan af því íbúðir þeirra og það á sama tíma og það er ekki ljóst hvort lánin sem það tók og barðist vonlausri baráttu við að greiða af séu lögleg. Maður bara spyr sig hvort þetta sé ekki ofbeldi? Eftir að búið er að henda fólki úr íbúðunum sínum bíður fólksins svokallaður leigumarkaður andskotans sem er orðin svo hár að engin venjuleg manneskja stendur undir því að greiða svo háa leigu. Það hefur ekki einu sinni verið hugsað til þess að það fólk sem selt er ofan af þarf húsnæði til þess að búa í og það húsnæði á sanngjarnri leigu, lágmarkskrafa. Jóhanna fræga er nú að ljúka sinni þingmennsku og þrisvar sinnum hefir hún komið að þegar ég hef lent í einhverkonar hremmingum varðandi íbúðir sem ég hef reynt að kaupa og ávallt tapað miklum upphæðum en nánar verður ekki farið í það hér (eignaupptaka). Þessi sama Jóhanna keypti skýrslu með okkar peningum sem sýndi að það ráðstöfunarfé sem einstaklingur þarf að hafa á handa á milli til þess að ná endum saman er miklu hærri en raunveruleikinn er en hvar sú skýrsla er nú veit bara hún.

Fólk er fífl, eru orð sem ég hef á tilfinningunni að stjórnmálamenn hugsi til okkar og kannski er bara nokkuð til í því að við séum bara upp til hópa fífl, Hvað er það annað en fíflaskapur að hafa látið bjóða okkur verðtryggð íbúðarlán undanfarna áratugi og hlusta svo á sama tíma og greiðslubirgðin er að sliga okkur að það sé alveg bráðnauðsynlegt að halda í verðtrygginguna vegna lífeyrissjóðanna, þarna er lífeyrissjóðirnir teknir framyfir fólk en ef við hugsum dæmið þannig að það sé engin verðtrygging og fólk hefði meira af peningun á milli handanna vegna þess að greiðslubyrði þess er eðlilegt er þá ekki bara komið svigrúm til þess að leggja aðeins til hliðar og þá kemur ekki að sök hvort lífeyrisgreiðslur sé eitthvað lægri. Ég er reyndar á þeirri skoðun að með því að fækka sjóðum niður í einn sjóð fyrir alla landsmenn þá þurfi ekki að lækka lífeyri þótt verðtrygging verði afnumin. Á meðan ekki er uppreisn hér á landi vegna stjórnhátta hér þá lít ég á mig sem fífl og síðan verður hver og einn að eiga þá skoðun við sig.

Vaxandi mataraðstoð, vaxandi skuldavandi, óöruggara heilbrigðiseftirlit, engin peningastefna, lélegur gjaldmiðill, hækkandi vextir, hækkandi verðbólga, kaupmáttur hefur lækkað margfalt miðað við opinberar tölur, armar hrægammasjóðanna fara hér um óáreittir, stjórnmálamenn lofa því sem Þeir geta ekki staðið undir vegna þess að sum loforðið eru þannig að þau verða ekki að veruleika nema í miklu stærra samhengi en samhengið vantar í loforðapakkann. Er verið að vinna í þessum málum á alþingi, nei þar er ekki verið að gera nokkurn skapaðan hlut og mætti með það í huga athuga hvort ekki þyrfti að setja inn í stjórnarskránna ákvæði sem tæki fyrir endann á þeim vinnubrögðum sem á alþingi eru og gera það starfshæft.

Því miður þá stefnir í að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur verði í næstu ríkisstjórn en hvers vegna get ég engan vegin skilið, Íslendingar virðast bara sjá gamla tímann og þora bara ekki að hleypa nýju fólki að? Hvers vegna, hvað liggur á bakvið þannig ákvarðanir? Ég hef ekki svarið við því en ég get sagt að ég batt miklar vonir við Hægri græna, sem er að mínu mati miðjuflokkur með mannlega stefnuskrá og setur fólk í fyrsta sæti og flokkurinn er skipaður fólki sem hefur ekki verið á alþingu og vinnur við hin ýmsu störf í þjóðfélaginu. Það var ekki hugmyndin að koma inn á framboðin en það er ansi furðulegt  að það skuli ekki hafa tekist að opna augu fólksins í landinu að til þess að fá fram breytingar þá þarf að kjósa nýtt fólk til starfa, annars breytist ekki neitt, hafið það í huga ágætu Íslendingar og stöndum nú saman í að láta ekki eignaupptöku eiga sér stað á árunum 2016 til 2018 en samkvæmt sögunni verður næsta hrun á þessu tímabili.

 


mbl.is Jóhanna leggur til þingfrestun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Innilega sammála þessari ádrepu.  Og hver er svo afsökunin? Jú hér varð hrun!, og svona rétt eins og Jóhanna hafi þar hvergi nærri komið né Samfylkingin.

Það er mál að linni, það þarf að kynna sér vel nýju framboðin og vera óhrædd við að breyta til. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.3.2013 kl. 11:26

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hægri grænir náðu vel til mín með byltingaráform í stjórnun fiskveiða. Næði sú stefna fram að ganga yrði skjótur efnahagsbati á landsbyggðinni auk þess sem bolfiskstofnar okkar myndu að líkindum styrkjast verulega með aukinni nýtingu og þar með betra jafnvægi fæðuframboðs og stofnstærðar. Guðmundur flokksleiðtogi gekk hinsvegar fram af mér þegar hann harmaði að hægri öflin hefðu gefið vinstri öflum eftir náttúruverndarbaráttuna. Hægri menn í stjórnmálum væru nefnilega hinir einu sönnu náttúruverndarsinnar!!!!! Svona öfugmælavísur vil ég ekki sjá hjá stjórnmálamanni sem vill láta kjósendur bera virðingu fyrir málflutningi sínum.

Árni Gunnarsson, 22.3.2013 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband