Þjóðin þarf svör, aðgerðir, leiðtoga o.m.fl.

Alltaf verður maður meira og meira hissa á þeim vinnubrögðum sem viðgangast hérna á íslandi hvort það er á Alþingi, ráðuneytum, opinberum stofnunum og ekki sýst seðlabankanum, þessar stofnanir eiga það allar sameiginlegt að vera að stefna sem lengst frá almenningi og vilja helst ekkert fyrir hann gera. Stefnan er ávallt sú sama og ekkert nýtt gerist í landsmálunum og nú er það nýjasta að seðlabankinn ætlar að herða gjaldeyrishöft, hvers konar komma hugsun er þetta, nú er árið 2009 og svona er ekki peningamálasefna mótuð í heiminum í dag það vart gert fyrir mörgum áratugum síðan með mjög slæmum árangri. Gjaldeyrishöft leka alltaf, sama hvað þau eru hert, þau leka alltaf því alltaf er hægt að finna nýjar leiðir fram hjá þeim, takið eftir "nýjar leiðir" en það er einmitt það sem stjórnvaldsheimurinn á íslandi þarf að fara að huga að, ættu að dífa hausnum í vel kalda vatnsfötu til þess að vakna og gera sér grein fyrir því hvað er að gerast og síðan verður almenningur að smella blautum handklæðum á bera botninn á ráðamönnum til þess að þeir finni fyrir því í eigin raun að þjóðinni svíður vegna óráðsíu hér á landi.

 

Þjóðin þarf:

Þjóðin þarf á því að halda að farið sé út í annars konar aðferðir en reyndar hafa verið til þessa?

þjóðin þarf leiðtoga sem peppar hana upp í stað svartsýnisraus sem leiðir bara til hins verra.

Þjóðin þarf að fá rökskýringar hvers vegna þarf að fara skattahækkunarkunarleiðir með tilheyrandi hækkunum á lánum okkar?

þjóðin þarf að fá að vita hvers vegna tekjuöflunarleiðir eru ekki meira notaðar hér á landi okkur til bjargar? Ekki vantar efniviðinn hér á landi. 

þjóðin þarf að vita hvers vegna ekki er hægt að skera mikið meira niður í ríkisbúskapnum, hann þandist nefnilega út um 70% á 10 árum og því hlýtur að vera gott svigrúm að bakka um nokkur ár í þeim búskap, það þarf ekki að ráðast á velferðakerfið heldur kostnaðarliði ýmissa opinberra stofnana sem ekki eiga rétt á sér lengur og eru þeir eflaust upp á tugi miljarða sem mega missa sín. 

Þjóðin þarf svör við því hvers vegna lán allra landsmanna eru ekki leiðrétt um 20 til 25% en ekki eingöngu útvaldra eins og þegar hefur verið gert með framlagi til eigenda peningamarkaðsbréfa og stórskuldarar frá afskriftir? Svör eins og "höfum ekki efni á því" ekki tekin til greina, þessir fjármunir tapast hvort sem er,það vita allir í stjórnkerfinu, þetta er eingöngu spurning um útfærslu á að skipta niður á þjóðina tilvonandi töpuðu fé með leiðréttingu lána.

Þar sem það virðist vera mjög erfitt að fá svör við svona almennum spurningum upp á borðið þá verða fjölmiðlar að vinna markvisst og með meira grimmd að fá svörin upp á borðið, stjórnvöld mega ekki fá lengri tíma í sínum eigin hugarheimi, beitum þau meiri þrýstingi um aðgerðir og að rökstyðja mál sitt við þessu aðgerðarleysi sem hér á sér stað.

Ég óska hér með eftir grimmd í fréttamennskuna og skýr svör ráðamanna.


mbl.is Eftirlit með gjaldeyri hert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband