Færsluflokkur: Íþróttir

Redknapp komin á ystu nöf?

Sem gamall Tottenham maður hef ég sjaldan verið svekktari yfir gengi liðsins heldur en í vetur, það hafa mörg stigin farið forgörðum fyrir algjöran klaufaskap. Að mínu mati er stjóranum um að kenna í fjölda tilvika þar sem hann er algjör gunga að þora að skipta út mannskap. Í leiknum á móti Wolves stillti hann upp hálgerðu varaliði í byrjun sem er algjört vanmat á andstæðningnum, auðvitað átti hann að byrja með sitt sterkasta lið ogt skipta síðan varamönnum inn á og fór sem fór en mér fannst nú Eiður standa fyllilega fyrir sínu í þessum fyrri hálfleik sem hann spilaði og átti margar góðar sendingar. Síðan er það þessi fyrri hálfleikur á móti Bolton sem var hræðilegur og algjör skömm fyrir Tottenham að sína vona leik, Redknapp lætur tvo menn hita upp eftir 25 mínútur en skiptir hvorugum inn á, það voru skilaboð inn á völlinn að það sé í lagi að spila illa í stað þess að refsa mönnum. Það á að láta svona stjóra víkja, þetta er ekki nægur metnaður fyrir Spurs að mínu mati. Vítaskytta leysir ekki vandamál Tottenham, heldur það að nota mannskapinn og láta menn finna fyrir því að þeir þurfa að vera sívinnandi til þess að fá að spila. Ágætt að fá útrás fyrir sárindin með því að blogga, því ekki heyra þeir í manni við skjáinn. 
mbl.is Redknapp leitar að nýrri vítaskyttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins, Eiður að fara í annað lið.

Já það hitti nú svo á að það eru bara nokkrir dagar síðan ég bloggaði um að það væri komin tími á Eið Smára og fékk ég misjöfn comment á það blogg en þetta er nú staðreynd og er það fagnaðaefni. Nú er bara að vona að hann velji lið þar sem hann getur verið stjarnan því ekki vantar hann hæfileikana til þess og að sjálfsögðu vil ég fá hann í Tottenham en hvort hann vill koma þangað er annað mál. Ég allavega óska Eið velfarnaðar í að velja nýtt lið.
mbl.is Eiður vill fara frá Barcelona
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Komin tími á Eið Smára.

Ég hef nú ekki bloggað um þetta málefni fyrr en finnst tími til að vekja athygli á því að Eiður Smári var hetja hérna áður fyrr með Chelsea sem ég sá ég í þætti fyrir nokkrum dögum síðan og rifjaðist þá upp fyrir mér hvað hann var magnaður fótboltamaður. En það eru liðnir tímar og hann er búin að missa metnaðinn að vera eitthvað nafn í boltanum og er að gleymast smátt og smátt en kannski dugar bekkurin honum á góðum launum. Ég er á þeirri skoðun að svona magnaður fótboltamaður eins og hann var og er enn inn við beinið eigi að nota þann tíma sem eftir ert í íþróttinni og láta ljós sitt skína á nýjan leik og fara í lið sem hann verður stjarna í og vera í sviðsljósinu næstu 2 til 3 ár bara til að enda á toppnum. Ef ég á að benda honum á gott lið þá er það er það án efa Tottenham. 
mbl.is Barcelona gjörsigraði Real Madríd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband