Færsluflokkur: Sjónvarp

Alveg að gefast upp á Stöð 2

Þessi sjónvarpsstöð var góð viðbót á sínum tíma og maður fékk svona dálítið fjölbreyttara úrval að velja úr en Rúv er nú ekki sú ferskasta og á sennileg ekki eftir að skána í kreppunni þegar ríkisstjórnin fer að nota Rúv skattana í að greiða vexti en ekki reka útvarp og sjónvarp. Stöð 2 er að gera út af við sig á eigin spítum, tökum nokkur dæmi.

Það er alltaf að koma upp annað slagið að tilboð til hinna og þessara hópa eru lægri heldur en til fastra áskrifenda sem eru svokallaðir vildaráskrifendur (M12) en þeir eiga ávallt að njóta lægstu kjara? þegar ég hef hringt að spurt af þessi þá er svarið svo lágkúrulegt að það er varla hafandi eftir en samt geri ég það, vildaráskrifendur þurfa að hringja í Stöð 2 til þessa að fá afsláttinn og greiða sama verð og tilboðið hljóðar upp á, hvers konar þjónusta er þetta eiginlega og vonandi tekur þessi dómur utan um svona mismunun og svikum á samningum.

Ef við skoðum dagskránna þá er þetta auðvitað orðið alveg rosalega þunnt, sömu þættirnir með hlæjandi fólk á bakvið kvöld eftir kvöld og síðan þessi auglýsingahlé í miðjum þáttum og myndum en maður er nú yfirleitt á leið í háttinn þegar bíómyndir byrja. Jú jú það eru þættir inn á milli sem eru okey en ekki fyrir þetta verð sem maður þarf orðið að greiða og því er að koma að endapunkti hjá mér með þennan peningaaustur í Stöð 2.

Það er löngu orðið tímabært að nota þessa nýju tækni með starfrænt sjónvarp og gefa manni kost á því að kaupa það efni sem maður vill og á þeim tíma sem maður vill horfa á það og þá á ég við allt efni, fréttir, þætti, bíómyndir, íþróttaleiki o.s.f.v.

 


mbl.is Stöð 2 gert að breyta áskriftarskilmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband