14.1.2010 | 08:27
Afsögn Jónínu og úr landi með hana.
Þetta er alveg ótrúlegt að svona einræðishugsanir skulu skjóta upp kollinum hérna á íslandi, forsetinn nýbúin að fara eftir vilja þjóðarinnar og svo kemur þetta frá þingmanni, burt með svona landráðafólk.
Þingmaður skorar á forsetann að segja af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já. Var einmitt að hugsa um það hvar hún hefði eiginlega verið síðustu vikur blessuð konan. Ekki hægt að sjá að hún hafi neitt fylgst með þjóðfélagsumræðunni.
Anna Guðný , 14.1.2010 kl. 08:32
Að þessir vitleysingar fái að vera þingmenn án þess að skilja stjórnarskrá lýðveldisins er skömm og hneisa.
Það þarf greinilega endurmenntun. Jónína, segðu af þér fyrir þessa sorglegu vankunnáttu á íslensku stjórnarskránni, og vanvirðingu þinni gagnvart lýðræðinu í landinu.
Og ég er sammála því að svona hegðun jaðri við landráð.
Ari Kolbeinsson, 14.1.2010 kl. 08:33
Já þessi Jónína Rós ætti að skammast sín og biðja þjóðina afsökunar. Forsetinn fór eftir stjórnarskránni og hlustaði á þjóð sína og lét málið í þann lýðræðislega farveg að þjóðin fær sjálf að velja um þetta erfiða mál milliliðalaust.
Þessi kona ætti að fá leyfi frá þingstörfum og vera send í endurmenntun hjá Háskólanum um Stjórnarskrá Íslands.
En þetta Samfylkingarhyski vill sennilega bara vinna eftir Lissabon sáttmála ESB Stórríkisins.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 09:46
Gleður mig að flestir virðast sammála mér og eitthvað segir mér að þetta mál sé ekki búið.
Tryggvi Þórarinsson, 14.1.2010 kl. 10:03
Ekki vera of dómhörð. Hún er óreynd í pólitík og var plötuð til að skrifa sig á listann.
Sigurður Þórðarson, 14.1.2010 kl. 10:30
Við verðum að taka hana alvarlega, því miður. Ef svona afsökun um reynsluleysi er gild (hún væri þá s.s. með skerta dómgreind?), verður að spyrja hvort hún hafi verið "plötuð" í einhverjum fleiri málum?
Sjórnarþingmenn hafa ítrekað gerst sekir um dómgreindarleysi, sérstaklega eftir að þeir tóku að beina spjótum sínum að forseta Íslands. Það er orðið hjákátlegt að fylgjast með þeirra útspilum og ber vitni um vonda málefnastöðu.
Helgi Kr. Sigmundsson, 14.1.2010 kl. 10:49
Samála þér Tryggvi landráðafólk við verðum að verjast ekki virðist stjórnin ætla að gera það fyrir okkur!
Sigurður Haraldsson, 14.1.2010 kl. 12:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.