22.1.2010 | 11:36
Löngu tímabært að afnema vísitölukjaftæðið.
Manni lýður orðið eins og hálfvita í þessu þjóðfélagi þegar svona fréttir koma að kaupmáttur launa lækki um 3,6% síðustu 12 mánuði og síðan mun koma frétt næstu daga um hækkun verðbólgu, auðvitað hefur kaupmáttur rýrnað mörgu sinnum meira, það vitum við. Hvers konar þjóðfélag er þetta að verða, það er ekkert að gerast í landinu og allir á leið til andskotans en samt er mikil verðbólga og himinháir útvextir en mínus raunávöxtum á venjulegum verðtryggðum bankareikningum. Þetta auðvitað gengur ekki lengur að láta fara svona með okkur og láta draga okkur á asnaeyrunum og ljúga að okkur að ekkert sé hægt að gera í þessu, það er stjórnleysi í þessu annars fallega landi sem maður er farin að hugsa alvarlega að yfirgefa fyrir fullt og allt. Það er nú bara þannig að þó það sé kreppa víða þá eru vextir bara brot að því sem þeir eru hér og verðbólga einnig og því hlýtur að vera hægt að byggja upp framtíð erlendis frekar en hérna þar sem allar áætlanir breytast á einum degi og ríkið ræðst á fólk og féfléttir með eignaupptöku og ofursköttum eins og hefur gerst reglulega undanfarna áratugi. Það er mikið órétlæti hérna því miður en því verður ekki breytt nema að taka á málinu en ég veit bara ekki hvaða fólk í stjórnkerfinu hefur þor í það, ekki er úrvalið mikið, spurning að hleypa fagmönnum að stjórn landsins og hvíla þetta uppgjafalið sem á alþingi situr?
Kaupmáttur launa lækkar enn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hvað skyldi leigan hafa hækkað mikið hjá vistmanni á DAS ,skólastjóranum , sem greiddi 240 þúsund á mánuði fyrir litla íbúð ? Vísitölutengd leiga !
Árni Þór Björnsson, 25.1.2010 kl. 10:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.