Þvert á orð ríkisstjórnar.

Ég man ekki betur að Steingrímur og Jóhanna hafi talað um að krónan myndi halda áfram að falla ef við kláruðum ekki Icesave ruglið en hún styrkist bara meira eftir að forsetinn hafnaði lögunum. Á maður að trúa svona hræðsluáróðri þegar raunin er þvert á orð ráðherrana. Þó það séu gengishöft þá hefðu þau orðið áfram þótt gengið hefði verið að ofurkröfum breta og hollendinga svo ekki er hægt að fela sig á bakvið gengishöftin og hert eftirlit með þeim. Málið er einfaldlega að þetta lið í stjórninni hefur ekki hundsvit á því hvað það er búið að skaða þjóðina með rangri ákvarðanatöku og yfirlýsingum sem engan rétt hafa á sér. 
mbl.is Krónan hefur styrkst um 5% á 2 mánuðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Gengi Evrunar hefur aðeins lækkað undanfarið en aðrir gjaldmiðlar ekki. Er það ekki að skekkja myndina. Lánshæfismatið hefur lækkað mjög mikið sem hækkar greiðslubyrgði skulda Íslendinga erlendis

Hólmfríður Bjarnadóttir, 1.2.2010 kl. 13:23

2 Smámynd: Gunnar Þór Gunnarsson

Ríkisstjórnin trúir því sem bankarnir segja henni.

Bankarnir segja okkur að skipta frá gengislánum yfir í krónulán og þegar því er lokið að mestu þá mun gengið styrkjast svo bankarnir hagnist sem mest.

Gunnar Þór Gunnarsson, 2.2.2010 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband