16.2.2010 | 09:10
Ísland í ESB, svo fáránleg hugmynd.
Þetta er það sem Jóhanna og co vilja endilega gera til þess að bjarga íslandi, ganga í ESB til þess að láta koma svona fram við okkur eins og er gert gagnvart Grikkjum þessa dagana.
ESB er bara nýtt AGS dæmi sem við eigum ekkert erindi inn í.
Lokið nú augunum Samfylkingar og VG (já VG styður aðildarumsókn) og losið ykkur við stjörnurnar úr augunum og lýtið á veruleikann eins og hann er og vinnið samkvæmt því með okkar eigin úrræðum og ef þessi stjórn á engin úrræði verður að fá fagmenn til þess að taka við stjórninni, þetta er ekki flókið mál.
Veruleikinn er þessi:
Eftir nokkrara vikur verða fjármálastofnanir og Íbúðalánasjóður búin að setja hundruði fjölskyldna í gjaldþrot til viðbótar og það mun kosta þjóðina mikið fé. þetta vita allir.
Eftir 3 vikur erum við íslendingar að fara að kolfella Icesave samningana með mestu einingarkosningu allra tíma en ég giska á að 80% muni fella samningana enda eru þetta ekki boðlegir samningar.
Eftir nokkra mánuði, segjum bara 3 mánuði mun íslendingum hafa fækkað um allavega 250 manns miðað við búslóðaflutninga skipafélaganna og ekki hafa margir áhuga á því að koma heim.
Þetta eru bara nokkrar staðreyndir sem gott er að hafa í huga.
Evruríki skipa Grikkjum fyrir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:33 | Facebook
Athugasemdir
Efnahagslega er Evrópusambandið eins og varanleg vera í AGS-prógrammi. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn má hins vegar eiga það að hann er ekki við það að verða að einu ríki eins og sambandið.
Hjörtur J. Guðmundsson, 16.2.2010 kl. 10:09
Að vera í ESB er eins og að vera stjórnað af NATO + IMF + WTO + WHO + IPCC, nema bara með sóvésku yfirbragði.
Guðmundur Ásgeirsson, 16.2.2010 kl. 10:28
Vitleysa er þetta í ykkur. Réttilega ætti Grikkland að vera farið á hausinn. ESB er að bjarga þeim. En af hverju er það eitthvað óeðlilegt að ESB krefjist þess að ef það bjargar Grikklandi þá skeri það niður þannig að það auki ekki enn á ríkisskuldir sínar. Í þessu dæmi er Grikkland alkóhólistinn sem þarf að setja inn á Vog svo að hann hætti að drekka.
Þessi ótrúlega neikvæðni og skítkast í fólki gerir engum gott. Með þessu dæmir fólk sig bara einfaldlega úr leik.
Egill (IP-tala skráð) 16.2.2010 kl. 15:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.