16.2.2010 | 09:23
Þarna er það staðfest, stjórnin er að hrekja fólk í burt.
Það vill nú svo til að ég var að blogga um Grikkina blessaða og fór þar inn á nokkur grundvallaratriði fyrir okkur íslendinga og þar tók ég fram að íslendingum ætti eftir að fækka en reyndar átti ég ekki von á svona hröðum landflótta en nú er hann staðreynd og að öllum líkindum aðeins og byrja. Þetta er það sem allir hafa óttast, íslendingar hafa gefist upp á aðgerðarleysinu og einfaldlega flytja úr landi, hvers vegna ekki, hér er ekki rassgat að gerast nema að það er verið að aðstoða fjármálastofnanir og fjárglæframenn. Þetta er eðlileg þróun sem á eftir að stórskaða þjóðina ofan á allt annað.
Munið hvað Færeyingar sögðu við okkur eftir hrunið, (varið ykkur á einu, missið ekki fólkið úr landi, það var það dýrasta sem við urðum fyrir í síðustu kreppu okkar, misstum menntað fólk sem ekki kom aftur).
Ríkisstjórn íslands hefur mistekist á öllum sviðum endurreisnar landsins og nú verður hún að segja af sér og þjóðstjórn verður að taka hér völd og ef þjóðstjórn getur ekki komið sér saman um ráðherrastólana frægu, þá verður að ráða faglega í þá stóla.
Mestu búferlaflutningar Íslandssögunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
já allt stjórninni að kenna. Hún tók nefnilega við alveg frábæru búi eftir 18 ára valdatíð sjálfstæðisflokksins.
Óskar, 16.2.2010 kl. 09:36
Er þetta ekki örlítið eins og að kenna slökkvuliðinu um skemmdir sem verða vegna bruna? Er ekki réttara að hinkra eftir skýrslunni um efnahagshrunið í stað þess að halda áfram þessu tilgangslausa flokkastríði sem bitnar bara á fólkinu í landinu.
Andri (IP-tala skráð) 16.2.2010 kl. 09:42
Ríkisstjórn = slökkvilið - my ass! Þetta er orðið tugga.
Eva Sól (IP-tala skráð) 16.2.2010 kl. 09:54
Þjóðin kaus yfir sig amlóða sem stjórnvöld og þorði ekki þegar til koma að skipta út spillingarliðinu í kosningum, svo uppsker sem sáir.
Það verður auðveldara að þvinga fram samþykki á Icesave lögum og inngöngu í ESB þegar búið er að flæma úr landi þá sem þora en eru ekki sem brotnir þrælar að kyssa á vöndinn.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 16.2.2010 kl. 09:54
Þegar rýnt er í tölur eins og þær sem fréttin er byggð á, kemur til dæmis í ljós að langflestir fluttu til Póllands árið 2009. Ég ætla að leyfa mér að fleyta þeirri kenningu að þeir hinir sömu hafi komið þaðan í upphafi.
Árið 1887 fluttu Íslendingar í stórum stíl frá þessu "ólandi" sem hafði um árabil búið við einstaklega óblíða veðráttu, hafís og fleira. Ætla má að næsta fáir þeirra sem fóru úr landi þá hafi verið að hverfa aftur til heimalands síns, í vissu þess að illskárra væri að vera þar heldur en í "draumalandinu".
Núverandi samsteypustjórn hefur notið góðs stuðnings fylgismanna sinna sem hafa verið óþreytandi að bera á hana lof. Á sama hátt finna stjórnarandstæðingar einkum fram þá þætti sem miður fara og vekja athygli á þeim. Slíkur er gangur stjórnmálanna hjá okkur.
Fréttir síðustu daga og ummæli forsætisráðherra, gefa þó í skyn að núverandi samsteypustjórn glími við sama vanda og sú síðasta: Í landinu gilda lög sem koma í veg fyrir það að ríkisstjórnin geti gripið inn í hvenær sem er og gert það sem "réttast væri að gera". Mikill hópur manna er reiðubúin til að berjast fyrir því að þau lög séu virt, eins þótt þorra almennings (og forsætisráðherra) ofbjóði það "löglega siðleysi" sem þeir telja vera framið.
Flosi Kristjánsson, 16.2.2010 kl. 09:59
Þetta snýst bara alls ekki um lélega hagstjórn síðustu ára, það vita allir hvernig því var klúðrað, þetta snýst um það sem þarf að gera í dag, aðgerðir í dag við breytum ekki því sem hefur gerst og algjörleg fáranlegt að velta sér upp úr því, það er tilgangslaust. Já það er gamla slökkviliði einu sinni enn, því miður þá mætti slökkviliðið á staðinn með hangandi haus og réð ekki við eldinn og nú hefur það misst stjórn á eldinum og allt orðið logandi í spillingu aldrei sem fyrr. Mér er andskotans sama í hvaða flokarusli þetta lið er, mín krafa er að þetta fólk sinni sínu starfi og grípi til viðeigandi ráðstafana nú þegar. Vinstra fólkið svokallaða er þögult sem gröfin og þorir lítið að tjá sig um stöðuna í þjóðfélaginu í dag á sama tíma og það ætti að vera að taka þátt í byltingu til þess að krefjast réttlætis í landinu og kveða burt þá ofurspillingu sem viðgengst um þessar mundir, ég tek fram að ég persónulega er hvergi bundin í pólitík enda alfarið á móti flokkapólitík.
Tryggvi Þórarinsson, 16.2.2010 kl. 10:13
Vel mælt Tryggvi þó að tónn þinn virki nú frekar til stuðnings hrunaflokkunum, þó að augljóslega sé það ekki meining þín þegar betur er að gáð.
Samfylkingin er spillt í gegn alveg til jafns við Sjálfstæðisflokk svo mikið er víst, og VG stendur hjá heldur máttlítill en frekar óspilltur vil ég nú segja án þess að styðja hnn neitt sérstaklega.
En vissulega er afar stór hluti þessara "flóttamanna" pólverjar og aðrar austantjaldsþjóðir sem við fluttum hér inn hreppaflutningum til að byggja og hjálpa til að gera okkur gjaldþrota, svo við skulum spara upphrópanirnar.
En feisum það nú bráðum, við ERUM gjaldþrota fjárhagslega, siðferðilega og stjórnsýslulega.
Þvífyrr sem við gerum það því fyrr hefst batinn, þar mun aðeins sannleikurinn gera okkur frjáls og að horfast í augu við stöðuna einsog hún er.
Einhver Ágúst, 16.2.2010 kl. 10:27
Vel mælt Tryggvi þó að tónn þinn virki nú frekar til stuðnings hrunaflokkunum, þó að augljóslega sé það ekki meining þín þegar betur er að gáð.
Samfylkingin er spillt í gegn alveg til jafns við Sjálfstæðisflokk svo mikið er víst, og VG stendur hjá heldur máttlítill en frekar óspilltur vil ég nú segja án þess að styðja hnn neitt sérstaklega.
En vissulega er afar stór hluti þessara "flóttamanna" pólverjar og aðrar austantjaldsþjóðir sem við fluttum hér inn hreppaflutningum til að byggja og hjálpa til að gera okkur gjaldþrota, svo við skulum spara upphrópanirnar.
En feisum það nú bráðum, við ERUM gjaldþrota fjárhagslega, siðferðilega og stjórnsýslulega.
Því fyrr sem við gerum það því fyrr hefst batinn, þar mun aðeins sannleikurinn gera okkur frjáls og að horfast í augu við stöðuna einsog hún er.
Einhver Ágúst, 16.2.2010 kl. 10:29
Firring hægridindla er algjör. Þeir rústa - bókstaflega rústa - landinu og kenna svo skúringakonunni um!
Réttast væri að svipta öll fífl sem hafa skráð sig í Sjálfstæðsflokkinn kosningarétti í 20 ár. Það væri réttlæti.
Andspilling, 16.2.2010 kl. 10:42
Ef það er vilji til þess að fá fram hvar ég er í pólitík þá myndi ég segja að ég væri félagshyggjumaður eða miðjumaður og hefði alveg getað hugsað mér að kjósa VG eða Samfylkinguna en þessir flokkar fylgja stefnu sem er mér ekki að skapi, innganga í ESB, stórhækkun á óbeinum sköttum og almennum sköttum, ég hef bara enga trú á þannig aðgerðum enda eru þær að skila ósköp litlu nema þá auknu atvinnuleysi. Svipta alla þá sem skráðu sig í sjálfstæðisflokkinn kosningarrétti, ég sé ekkert réttlæti í því og ekkert lýðræðislegt en það sem ég er að upplifa í dag frá núverandi stjórnvöldum er einmitt svona einræðis sjónarmið, fólk á að geta haft sínar skoðanir og síðan má bara deila um hvort er rétt eins og við erum að gera. Í dag eru það skoðanir mínar sem ég er að ræða hérna en ekki skoðanir flokka.
Ég vil koma því hér að, að svokallaðir hrunaflokkar eru Samfylkingin, ásamt Sjálfstæðis og framsóknarmönnum, gleymum ekki ábyrgð Samfylkingar varðandi eftirlitsþáttinn.
Tryggvi Þórarinsson, 16.2.2010 kl. 11:17
En eftir sem áður er meginþorri þessa flótta ekki íslendingar með einhverja æðri menntun sem við erum að missa til útlanda.
Þetta eru að mestu leyti erlendir farandverkamenn sem yfirgefa svæðið vegna þess að uppskrúfuðum framkvæmdum er lokið og ekki meira hér að gera.
Skoðið tölurnar, þær ljúga ekki.
Einhver Ágúst, 16.2.2010 kl. 13:20
Já,já það er rétt að það er mikið af pólverjum farnir en mín tilfinning er sú að þarna inn á milli sé vel lært fólk sem sé að fara til frambúðar og þetta er rétt að byrja því skipafélögin hafa mjög mikið að gera búslóðarflutningum. Ef það á að sporna við þessu þá verður eitthvað að gerast í þessu landi mjög fljótt. Það var rifjað upp í Kastljósi í gær að stjórnin hafi lofað fleyri verkefnum í byggingargeiranum fyrir ári síðan en það hefur samt aukist atvinnuleysi þar, bara sem dæmi.
Tryggvi Þórarinsson, 16.2.2010 kl. 13:40
Já en tölurnar eru óyggjandi, meirihlutinn er fólk frá póllandi og annarstaðar frá, óháð tilfinningum. Svo er reyndar ekki til nein tölfræði yfir hvaða menntun fólkið hefur sem fer út, en oftast er það nú iðnaðarmenn og sjómenn sem flytja erlendis, það er að segja fólk sem getur unnið vinnuna sína óháð tungumáli.
Það er oft erfiðara fyrir þá sem hafa einhversskonar æðri menntun.
Atvinnuleysi hefur aukist já, en það var nú varla neinn sem lofaði að það myndi ekki gerast, og enn síður einhver sem trúði að það myndi ekki gerast?
Þó að við notum forvarnir gegn áfengi og í umferðarmenningu þá eykst neysla áfengis og tíðni slysa samt, það breytir ekki því að forvarnir eru vafalaust að hafa einhver áhrif sérstaklega hvað umferðina varðar.
En já hún á bágt þessi stjórn og löngu tímabært að fá hér þjóðstjórn og hefja einhverjar raunverulegar breytingar hér á landi, nú eru forstjórar hrunafyrirtækjanna að kaupa þau aftur og þeir sem ekki geta það eru komnir með starf hjá ríkinu meðal annars í fjármálaráðuneytinu, hugsaðu þér það?
En að taka undir þessar ömurlegu og illa skrifuðu fréttir hjá málgagni hrunsins ritstýrðu af einhverjum stærstu sökudólgum þess er að gelta uppí vitlaust tré og hjálpa fulla gaurnum að flýja af slysstað...ef þú skilur hvað ég á við.
Einhver Ágúst, 16.2.2010 kl. 14:14
Hættið þessari flokkapólitík öllsömul. Um leið og allir kenna flokkunum um misgjörðir forsvarsmanna þeirra þá eru allir að ýta undir áframhaldandi flokkapólitík. Það er einum of auðvelt að fela sig bak við flokkinn.
Fannar (IP-tala skráð) 16.2.2010 kl. 18:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.