18.2.2010 | 15:53
Er ekki eðlilegt að Steingrímur fjúki?
Ég er bara að velta fyrir mér hvort það er ekki eðlilegt að Steingrímur og ríkistjórn hans og Jóhönnu hröklist frá náist samningar sem verða mun betri en núverandi samningar. Mín skoðun er sú að það sé hálfgert landráð að hafa reynt að koma þessu í gegn án þess að láta reyna á betri samninga en hann Svavar blessaður veifaði í okkur. Ég reyndar vil ekki borga krónu en ef það verður hægt að semja um þetta helvítís fokking fokk mál og koma einhverjum aðgerðum af stað hér heima þá er það örugglega þess virði. Aftur kem ég með þá skoðun mína að hérna verði mynduð þjóðstjórn þar sem allir vinni að sama markmiði að koma hjólum atvinnulífsins af stað og afskrifa í hvelli 30 til 35% hjá almenningi og meira hjá þeim sem þurfa. Síðan að lokum, Íraksumræða á alþingi má bíða framyfir kreppu.
Skýrist á næstu klukkustundum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Er sammála þér nánast í öllum megin atriðum Tryggvi. Og svo sannalega má Íraksumræða á alþingi bíða framyfir kreppu. Og afskriftir í hvelli fyrir almenning, aðrir fá t.o.m 100%. Við eigum ekki að borga krónu í auðmannaskuldinni, það kemur fram hér "Staten har ikke ansvar for bankinnskudd – ríkið ber ekki ábyrgð á bankainnistæðum, segir forstjóri norska tryggingasjóðsins!" Gerið ykkur það er bara heimsendir hjá Hönnu og Steina. hafið ánæjulegar stundir.
Ingolf (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 17:34
Páll Skúlason myndi eflaust orðað þetta "landráð af gáleysi eða landráð tengt HEIMSKU". Í mínum huga geta þingmenn Samspillingarinnar sem samþykktu IceSLAVE dæmið ólesið, svo samþykktu þeir það TVISVAR sinnum þó svo flest allir færustu hagfræðingar hérlendis & erlendis væru að benda á að samningurinn væri bilun og legði "drápsklyfjar" á okkar samfélag. Flest allir færir lögfræðingar bentu síðan á að LÖGIN væru okkar megin í málinu. Samspillingin valdi að setja EB umsókn sýna í fyrsta sæti og hagsmuni þjóðarinnar voru afgangsstærð. Jú, þetta er auðvitað til háborinnar skammar þetta lið sem nú stýrir þjóðarskútunni. Samspilling hefur sýnt það bæði í "fyrrverandi & núverandi ríkisstjórn" að þeir valda ekki verkefninu, FLokkurinn er ekki stjórntækur - drasl.
kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)
Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 17:51
Get rid of the present Government.....Bring back the Mafia that caused your problems..........Don't listen to any Civilised country, least of all the stupid Europeans..........Don't pay any debts that your Government promised to pay........Join the Banana republics of south africa...........
Hallejulla!..............Problem solved......
" Het Mister tallyman, tally me banana....Daylight come ann I wanna go home"....
Eirikur , 19.2.2010 kl. 02:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.