Verðbólgan á uppleið, verðtrygging er kýlí sem verður að stinga á.

Nú er þetta að koma fram sem allir landsmenn voru að vara ríkisstjórnina við að hækka ekki óbeina skatta því það þýddi hærri verðbólgu, hækkun verðtryggðra lána og aukið atvinnuleysi og er það ekki raunin, ó jú það er svo sannarlega raunin og nú var bensín og olía að stórhækka og hvað þýðir það, aukna verðbólgu en ríkið gerir ekki nokkurn skapaðan hlut, ekki einu sinni tildæmis að lækka olíuskattana til þess að halda í við verðbólgu, nei ekkert er gert.

Íslendingar farið nú varlega í ákvarðanatöku.

Ástæða þess að ég er að blogga svona mikið á móti stjórnkerfi landsins er fyrri reynsla af íbúðarkaupum með öllu tilheyrandi en tvisvar hef ég lent í svona harkalegum niðursveiflum og í síðara skiptið tapaði ég öllu, vegna hárra vaxta, óðaverðbólgu og lækkandi húsnæðisverðs. Það er það sama og er að gerast í dag en til viðbótar í dag er bankahrunið og erlend stökkbreitt lán sem gerir ástandi miklu skelfilegra en var þegar ég tapaði aleigunni. Þetta er ástæðan fyrir minni reyði að það er ekkert gert í vandamálinu og fjöldinn allur af heiðarlegu fólki fer í gjaldþrot en ég er á því að hægt hefði verið að bjarga þúsundum manns ef eitthvað hefði verið gert strax við bankahrun. Ef við horfum aftur í tímann þá sjáum við að þetta er rútenerað ástand á íslandi, alltaf reglulega gerist eitthvað á þessa leið og almenningur situr í súpunni. Þetta var ég búin að sjá út og þá ákváðum við hjónin að nú skuli húsnæði leigt og bifreið líka, aðeins síðar að vísu en sem betur fer leigðum við bíl, því þótt leigan hafi hækkað um 100% þá vorum við þó laus við bílinn eftir að leigutímanum lauk án skuldbindinga og ekki með stökkbreitt bílalán sem er eins og víða helmingi hærra en bílverðið. Þetta er svona aðeins til þess að benda fólki á að það getur verið miklu hagstæðara að leigja heldur en kaupa í Íslandi því hérna hefur fólk aldrei getað gert áætlanir sem standast, þá á ég við eftir að verðtrygging lána var lögleidd en laun fylgdu ekki með. Verðtryggingin er eins og kýli á íslensku þjóðfélagi sem verður að stynga á og sprytta vel á eftir svo það grasseri ekki á nýjan leik, hún verður að víkja og besti tíminn er núna að klára pakkann til enda, einhverjir sjóðir koma til með að tapa einhverju svona rétt í byrjun en síðan getum við farið að lifa í þjóðfélagi þar sem fólk getur fengið eðlilega fyrirgreiðslu til íbúðarkaupa með td 3% vöxtum óverðtryggt og þar með gert áætlanir í fyrsta sinn í 40 ár. Ég tek fram að ESB kemur þessu máli ekki við, við getum afnumið verðtryggingu án þess að ganga inn á ESB (eruð þið nokkuð búin að gleyma SÍS)

Því segi ég, ekki versla ykkur húsnæði eða of dýran bíl eins og stendur, óvissan er allt of mikil og við erum enn með verðtryggingu sem verður að víkja og munum að það verður að vera kosningarloforð númer eitt í næstu kosningum sem einhverntímann verða.  


mbl.is Verðbólgan mælist 7,3%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Góður pistill hjá þér. Hið sorglega er að skattahækkanirnar núna um áramótin eru að litlu leyti komnar fram í verðlagið. Flest allir eru ennþá að draga með verðhækkanir þó eitthvað sé að brjótast upp á yfirborðið þessa dagana. Þegar líða fer að vori þá fáum við skattahækkanirnar beint í æð út í verðlagið, ef ekki fyrr.

Sumarliði Einar Daðason, 24.2.2010 kl. 11:59

2 identicon

Ég er algjörlega sammála þér. Fólk ætti alls ekki að fjárfesta í íbúðarhúsnæði við núverandi aðstæður. Því miður held ég að verðbólgan haldi áfram því að verðhækkanir á eldsneyti og fleiru munu verða meiri á næstu mánuðum. Skattahækkanir munu líka koma fram smátt og smátt.  Við búum í skelfilegu þjóðfélagi sem mergsýgur íbúðakaupendur. Þetta bara gengur ekki lengur.

Margrét Ólafsd. (IP-tala skráð) 24.2.2010 kl. 12:02

3 Smámynd: Tryggvi Þórarinsson

Sammála ykkur báðum, það er líklegt að verðbólguskot sé framundan enn einu sinni.

Tryggvi Þórarinsson, 24.2.2010 kl. 12:20

4 Smámynd: Bjarni Óskar Halldórsson

Það liggur ljóst fyrir að óhugsandi er annað en að kippa vísitölu að öllu leiti eða verulega úr sambandi nema að tilkomi annars víxlhækkanir í formi verðbólgu og launa.

Bjarni Óskar Halldórsson, 24.2.2010 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband