25.2.2010 | 09:59
Kannski farin að átta sig á vandanum.
Já kannski er Ólína farin að átta sig á að það eru um 3 til 4000 miljarðar í hættu í sjávarútvegi og afhverju ekki í sjávarútvegi eins og öðrum greinum, lánin í þeirri grein hafa líka hækkað og eru að sliga fyrirtækin, það eru mjög háar upphæðir búnar að vera í frystingu og verða áfram þar til ríkisstjórnin býr til stefnu í landinu. Ef kvótinn verður innkallaður á næstu 20 árum og lagafrumvarp þar um samþykkt, þá má bara afskrifa þessar hundruði miljarða strax, er það kannski ástæðan fyrir því að ekkert hefur verið gert fyrir almenning, það þarf að vera til peningur til þess að afskrifa þessar upphæðir í þessari grein, kæmi ekki á óvart.
Nei ég segi, hættið við að hreyfa við reglum í sjávarútvegi og ræðið breytingar í rólegheitum við útvegsmenn næstu mánuði. það gæti skilað því að eitthvað af þessum lánum skilaði sér til baka sem útgerðin skuldar í dag.
Ætlar ríkið kannski að stofna útgerðafélag ríkisins þegar það er búið að taka yfir flest fyrirtækin í greininni?
Spyr um skuldastöðu sjávarútvegsfyrirtækja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Já Ólína virðist ekki ná þessu. Hún rembist eins og rjúpan við staurinn að afla sér fylgis meðal óánægðra sjómanna á vestfjörðum, náunga á borð við Reyni Traustason, sem seldu frá sér kvótann og stungu af með peningana úr greininni, en gera svo ekkert annað en að gagnrýna þá sem eftir eru og reyna að láta hlutina ganga, að reka útgerðarfyrirtæki, en ekki selja frá sér kvótann í einu kerfi, byrja svo í öðru kerfi og svo koll af kolli.
Nýjast útspilið í þessum leik fyrir vestan er skötuselskvótinn, nú geta menn sem hafa selt frá sér kvótann, og eru á móti kerfinu farið að ná sér í ódýran skötuselskvóta í boði þingmanna kjördæmisins, sem þeir svo væntanlega selja, og fara síðan af stað aftur að gagnrýna kerfið sem þeir sjálfir eru að éta inn að beini sjálfir!!!!!!
Ólína hefur heldur ekki svarað því hversu mikið Landsbankinn, sem er á forræði ríkisstjórnarinnar, hefur leyst til sín af kvóta síðan þessi ríkisstjórn tók við, og selt aftur. Menn innan bankaheimsins segja að ríkisstjórnin sé með landsbankanum mesti kvótabraskari landsins. Ólína er að tala þvert ofan í það sem hún og hennar flokkur eru að predika!!!!!!!
Skuldir hverfa ekki, það er bara einhver sem tekur byrðarnar fyrir þann sem hættir að borga. Ef ríkið ákveður að þjóðnýta kvótann, þá verða skuldirnar eftir í fyrirtækjum sem koma örugglega ekki til með að geta staðið í skilum þegar Ólína er búin að taka tekjustofninn frá fyrirtækjunum og farin að deila þessu út með einhverjum óskilgreindum aðferðum (pólitískum að sjálfsögðu, það gekk svo vel þegar menn voru með bæjarútgerðirnar á sínum tíma!!!).
Það kemur á óvart hversu lítið er til af fólki í Samfylkingunni sem hefur í raun vit á efnahagsmálum, og þá sérstaklega sjávarútvegsmálum. Síðan þessi ríkisstjórn tók við, hafa milljörðum, líklega milljarða tugum verið sóað vegna slakrar stjórnsýslu sbr. veiðarnar á makrílnum í fyrra sumar. Sem betur fer virðist jón bjarnason vera að ná einhverjum áttum, en auðvitað vill samfylking þann mann í burtu. Hann vill læra af mistökunum, það getur samfylking ekki. Sá flokkur veður bara áfram í reykjarkófinu og gerir hver mistökin á fætur öðrum. Virðist ekki einu sinni geta lært af mistökunum.
joi (IP-tala skráð) 25.2.2010 kl. 10:26
Það er nú stóra vandamálið að Samfylkingarfólk hefur ekki hundsvit á atvinnu og efnahagsmálum, allur fjöldin er og hefur verið á ríkisjötunni. Hörmung að Ólína skuli vera formaður sjávar og landbúnaðarnefndar.
Ragnar Gunnlaugsson, 25.2.2010 kl. 10:35
Ég get fullvissað ykkur um það að fyrir henni vaka engar áhyggjur af stöðu sjávarútvegsfyrirtækja. Þvert á móti er hún að leita uppi upplýsingar sem hún getur notað gegn þeim, en ekki til að bæta hag þeirra. Þessar spurningar eru ekki frá henni runnar heldur vinum hennar.
Þetta fólk hefur ekki áhyggjur af atvinnustigi, hagvexti, arðbærum sjávarútvegi o.s.frv. Það bara kemur þeim ekki við.
Sigurður Gunnarsson (IP-tala skráð) 25.2.2010 kl. 10:50
Bara að galopna fyrir smábátaveiðar. Þá geta allir verið sáttir.
Viðar Helgi Guðjohnsen, 25.2.2010 kl. 11:34
Skuldir sjávarútvegsins hefur ekkert með kvótann að gera, ef við innköllum kvótann en leyfum sömu útgerðarfyrirtækjunum að veiða hann áfram geta þeir eftir sem áður rekið sín fyrirtæki og greitt sínar skuldir. Eina sem þeir geta ekki það er að braska með kvótann þ.e. leigja hann, veðsetja hann, eða selt hann. Einnig gæfi það öðrum kost á að afla sér kvóta til fiskjar án þess að eiga á hættu að þurfa að greiða með honum þar sem leigan getur verið hærri en fiskmarkaðsverð á fiskmörkuðum.
Hagræðingin í greininni hefur mest öll farið í brask þ.e. þeir fjármunir sem eftir voru fóru í að kaupa hlutabréf í bönkum og f.l. sem skilaði sér í yfirveðsettum sjávarútvegi.
því miður hafa þeir sem treyst var fyrir aflaheimildunum notar þær sem gjaldmiðil til að braska með á öðrum vetfangi. menn sem hafa skuldsett greinina upp fyrir haus er ekki treystandi fyrir henni í óbreyttu kerfi.
Þá má alveg eins segja að Björgólfur ætti að fá Landsbankann aftur þegar við höfum greitt Icesave og Jón Ásgeir og félagar gætu aftur fengið það sem þeir ÓVART misstu aftur.
Við þurfum að hafa aðila í sjávarútveginum sem hugsar fyrst og fremst um þjóðarhag og hvernig greinin nýtist þjóðinni í framtíðinni, en ekki eins og nú er aðila sem fyrst og fremst hugsa um hvernig greinin getur gert þá ríkari í dag en í gær.
Eins og sjávarútvegurinn hefur verið rekinn, er þeim sem honum stjórna til háborinnar skammar.
LSI (IP-tala skráð) 25.2.2010 kl. 11:50
Tek undir hvert orð hjá LSI hér að framan.
Þetta er atvinnugrein sem byggir á afnotum af auðlind í almannaeigu.
Má aldrei verða léns eða erfðagóss, þeir sem eiga að hafa afnot af auðlindinni
eiga að þurfa að standa sig í samkeppni um það á hverjum tíma.
Sjávarútvegur á íslandi á ekki að vera verndaður vinnustaður, verndaða vinnustaði höfum við fyrir þá sem standa höllum fæti í þjóðfélaginu.
Jens Jensson (IP-tala skráð) 25.2.2010 kl. 13:36
Ég skil alveg öll þau sjónarmið sem koma hérna fram enda er ég ekki að ræða það mál varðandi auðlind og allt það saman. Það sem ég á við er að tildæmis útvegsmenn hafa lengi verið til viðræðu um breita kvótakerfinu er það ekki það sem allir eru að tala um, að breita kvótakerfinu. Stjórnvöld hafa ekki sinnt þessum málum og nú á allt í einu að koma fram með offorsi og gera stórbreitingar á þessu ágæta kerfi sem er ágætt fyrir utan það hvað má gera við kvóta, má veðsetja hann og má framselja hann, þessu má breyta en það verður að gera það vel og vandlega. Ég hef engra hagsmuna að gæta í þessu máli en ég skynja vel hvað viðkvæmt mál er í gangi og þarf maður nú bara að hugsa hvernig útgerð var fyrir kvótakerfið, það tala fáir um það þegar hvert fyrirtækið á eftir öðru varð gjaldþrota vegna þess að fullt af fyrirtækjum voru í þessum bransa en fáir höfðu erindi sem erfiði því það er rosalega dýrt að gera út skip get ég ímyndað mér og ekkert má fara úrskeiðis, síðan þarf veiðiþekkingu til þess að gera út, þetta er aðeins meira en opna sjoppu. Svo má nefna að mörgum fyrirtækjum hérna áður fyrr var bjargað með handvirkri gengisfellingu en ekki dugar það í dag því útvegurinn er með erlend lán, nákvæmlega eins og almenningur og önnur fyrirtæki í landinu.
Það eina sem ég fer fram á er að gera breytingar þannig að ekki enn verr fari heldur en þörf er á en þessi stjórn á það til að fara fram með offorsi í flestu sem hún tekur sér fyrir hendur og ekki er árangurinn til að hrópa húrra fyrir.
Tryggvi Þórarinsson, 25.2.2010 kl. 14:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.