25.2.2010 | 17:13
Annað sagði Árni félagsmálaráðherra!!!
Dæmigert mál. Árni kemur gasprandi í sjónvarpið og tjáir sig um að það sé ekkert unnið með því að fresta vandanum en svo er búið að fresta vandanum á alþingi, hvað á að kalla svona vinnubrögð. Spurning hvort ríkið er að reyna að komast í heimsmetabókina með því að safna saman uppboðum og slá svo metið "flestar eignir seldar á einu bretti á uppboði" já, hvað á maður að halda.
Að þetta lið skuli ekki geta vaknað og koma því fólki til hjálpar sem er að missa eignir sínar er alveg gjörsamlega óskiljanlegt því gjaldþrot eru þjóðfélaginu dýr. Annað sem kemur upp í hugann, já bankarnir stefna á að vera stæðsta leigumiðlun landsins, kannski en þola þeir að leysa allar þessar eignir til sín?
Nauðungarsölum áfram frestað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál, Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.