3.3.2010 | 11:56
Er ekki komið nóg af þessi bulli öllu saman.
Maður er nú alveg búin að fá upp í háls af þessu ruglmáli og ég rak augun í frétt í gærkvöldi þar sem talað var um að íslendingar væru með nýtt tilboð þar sem höfuðstóllinn hafði verið hækkaður frá síðasta tilboði sem bretar og hollendingar hafa verið að melta, sem sagt, eftirgjöf sem er nú ekkert nema uppgjöf í þessu máli.
Nú segi ég í síðasta skipti fyrir laugardaginn varðandi Icesave, kjósum öll, það skiptir máli að sem allra flestir kjósi, enga leti, mæta á kjörstað og kjósa á móti þessu, ólögum og sjáum til þess að fólk út í evrópu átti sig á því að ekki er sjálfsagt að stjórnvöld traðki á því og láti það greiða skuldir fjárglæframanna.
Síðan fer málið fyrir dóm og við vinnum það þar er það ekki málið?
Utanríkisráðherra bjartsýnn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.