Hefðu betur hlustað á Ingólf H. Ingólfsson á sínum tíma.

Ingólfur er merkilegur maður sem hefur predikað í fjöldann allan ára yfir íslenskum stjónvöldum, lífeyrissjóðum og almenningi hvernig fara skal með peninga og að það sé varúðar þörf á ýmsum sviðum peningastjórnar. Eins og flestir vita rekur Ingólfur Spara.is og heldur fjöldann allan af námskeiðum fyrir almenning sem eru mjög góð að mínu mati og allir ættu að sækja og verða meðvitaðri um peninga og hvernig verðtryggð lán leika okkur grátt svo eitthvað sé nefnt.

Aðalerindi þessa bloggs er að Ingólfur barðist lengi fyrir því lífeyrissjóðir færu betur með fé landsmanna og fjárfesti eins öruggt og mögulegt er því krafa almennings sem á í lífeyrissjóðum er einfaldlega sú að fólk vill fá alla peningana sína til baka sem örlítilli ávöxtun. Þetta er einmitt mergurinn málsins, það er ekki gerð meiri krafa enda eru þvílíkar upphæðir inn í þessum sjóðum að ekki þarf háa ávöxtun til þess að þeir raki inn miljörðum í vaxtatekjur og síðan er bara að hafa yfirbygginguna eins litla og mögulegt er því þetta gengur nánast sjálfvirkt fyrir sig ef ekki þarf fjölda fólks til þess að vinna í fjárfestingadeildum sjóðanna til þess einmitt að fjárfesta í eignum sem eru áhættufjárfestingar og hvað gerðist 400 til 500 miljarðar eru tapaðir og ekki er allt enn komið upp á borðið, það er búið að afskrifa gríðarlegar upphæðir af séreignasparnaði fólks sem er fáranlegt að sjóðirnir hafi haft leyfi til að leika sér með þá peninga líka ásamt iðgjöldunum.

Já Ingólfur hafði rétt fyrir sér og ef hlustað hefði verið á hann væri staða sjóðanna sterk og kæmi það íslandi vel í dag. 


mbl.is Töpuðu hundruðum milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband