Það er frábært að þetta ljóta mál sé búið að fá endi þótt fyrr hefði mátt vera en það er eins og það er að bæturnar hefðu mátt vera hærri, það næst sjaldan sátt um hámarksbætur. En það er sem sagt gott mál að þetta mál sé afgreitt þótt margir sitji uppi með skaða sem aldrei verður bættur en þetta er þó smá sárabót fyrir meðferðina sem fólk varð fyrir. Þetta gerist vonandi aldrei framar í íslensku þjóðfélagi.
Staðfesting á tjóni vistmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Athugasemdir
Heyr, heyr.
SVB, 12.3.2010 kl. 15:36
Löngu tímabær afgreiðsla. Viðurkenningin á afbrotum barnaverndarnefnda og ríkisins gegn saklausum minnimáttar einstæðings-börnum er stærsti vinningurinn.
Og þessi einstaklingar eiga svo sannarlega hverja krónu skilið, þótt peningar lækni aldrei sárin sem hið opinbera olli þessum hetjum. Skömm skulu embættis-starfs-menn hafa fyrir að svíkja þessi börn og fá laun fyrir svikin!
Hvers vegna sleppur starfs-fólk við að borga skaðabætur og fara í fangelsi sem vinnur hjá hinu opinbera og brýtur svona hræðilega af sér gagnvart umkomulausum börnum? M.b.kv. Anna
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.3.2010 kl. 22:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.