Það er eitthvað mikið og alvarlegt að stjórnkerfinu hjá okkur?

Það er alveg makalaust hvað ísland þarf alltaf að vera sér á báti ef verið er að ræða peningastjórnun hver kannast ekki við þessi orð, verðbólguskot, óðaverðbólga, himinháir vextir, yfirskuldsetning  (vegna óstjórnar) verðtrygging, dráttarvextir og innheimtukostnaður. Öll þessi orð eiga það sameiginlegt að vera á öðru plani heldur en gengur og gerist hjá venjulegum þjóðum þar sem peningastefnan er allt önnur eða einfaldlega lág verðbólga og lágir vextir og engin verðtrygging. Það er búið að ræða þessi mál mörg þúsund sinnum í öllum fjölmiðlum í áratugi og hvar stöndum við í dag, (þarf eitthvað að ræða það) enn einu sinni erum við á hausnum og það er sama stefnan við lýði áfram, hvernig í ósköpum stendur á því?

Getur verið að þetta fólk sem er að stjórna Seðlabankanum sé ekki starfi sínu vaxið og noti bara gömlu aðferðirnar því það er hrætt við að reyna nýjar leiðir, getur verið að ríkisstjórnin sé alltaf með fingurnar í verkum Seðlabankans til þess að verja fjármagnseigendur, ég veit það ekki en velti oft fyrir mér hvers vegna ekki hefur verið unnið í því að snúa íslenskri peningastjórn í eðlilegan farveg til þess að forðast þetta endalausa hrund sem verður hérna á ca 10 ára fresti þó mismikið sé en þó alltaf það mikið að þúsundir fjölskyldna verða gjaldþrota. Hvar er þetta gamla kosningarloforð að fjarlægja skuli verðtryggingu lána, er það ekki á loforðalista núverandi stjórnar?

Það hljóta allir að sjá að þetta gengur ekki lengur, sama hvað þeir eru menntaðir og nú hlýtur að þurfa að skipta um gír og  fara nýjar leiðir, ég veit að það eru gjaldeyrishöft og allt það en það hafa nú heyrst raddir innan úr Seðlabankanum að það séu nú til leiðir til þess að leysa úr þessum höftum en kjarkinn vantar og allt situr við það sama, háir vextir og atvinnulífið gjörsamlega sligað og á ekki langt eftir. Það er búið að hækka óbeina skatta óhóflega og þar með verðbólgu og verðtryggð lán okkar og vegna ofsköttunar þá lækka skatttekjur ríkissjóðs, þetta er gamla kommaleiðin sem er hvergi notuð lengur í lýðræðisríki og þetta er leið sem hefur aldrei virkað, við þurfum að fá tekjurnar til ríkisins frá atvinnulífinu og tekjuskattar verða að vera innan skynsamlegra marka öðruvísi gengur þetta ekki upp. Fjármagnstekjuskattar sem hækka of mikið hrekja fjármagnið úr landi, það vita ráðherrar en það er samt gert? Rekstrarskattar á rekstur fyrirtækja eins og tryggingargjald sem dæmi, setur fyrirtæki í stopp, fólk gefst bara upp á rekstrinum því það er búið að hækka skatta of mikið.

Ég vil sjá öflug samtök á íslandi sem geta pressað verulega á stjórnvöld að viðurkenna bara að við erum ekki á réttri leið og verðum að snúa þessu ruglu öllu sama í aðra átt og taka þeim erfiðleikum sem því fylgja eins og að lækka vexti, afnema verðtryggingu og fl. þetta er ekkert auðvelt en við eigum ekki annan kost en breyta núverandi óstjórnarástandi, sem hefur reyndar staðið í tugi ára.


mbl.is Spá því að stýrivextir verði 9%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband