19.3.2010 | 08:18
Veruleikaskert fólk við stjórn hér á landi. Skattar á afskriftir.
Maður er eiginlega bara orðlaus yfir þessu útspili og gerir sér ekki grein fyrir hvað er verið að fara. Við erum að tala um venjulegt fólk sem verður fyrir stökkbreittum hækkunum á lánum vegna stjórnvaldsmistaka og vegna þess er fólki hefnt ef það fær einhvern hluta af hækkununum felldan niður. Það er það sem ég segi, þessi stjórn hefur gefist upp og á að blása til fréttamannafundar klukkan 12,00 í dag og segja af sér, þetta hreinlega er ekki hægt lengur.
Mér datt nú í hug ákveðin maður sem ekki var með lýðræðislegar hvatir á sínum tíma þegar ég sé myndina af Steingrími með þessari frétt?
Afskriftir verða skattlagðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Þessar aðgerðir eru eins og þegar Bakkabræður reyndu að bera sólskinið inn í gluggalausann bæinn sinn í húfunum.
Jafn gáfulegt.
Hamarinn, 19.3.2010 kl. 09:35
Tryggvi, þú ert bara nokkuð tryggur í ruglinu
Venjulegt fólk, sem þarf á niðurfellingu (gjöf) að halda verður ekki skattlagt. Það fær sína gjöf alveg skuldlaust.
Þessi skattur er fyrst og fremst lagður á til að geta fengið EITTHVAÐ inn aftur í ríkisskassan, frá stórum skuldurum, sem munu fá milljarða ofan á milljarða afskrifaða. Finnst þér kannski sanngjarnt að þetta fólk fái afskriftir(gjafir) í stórum stíl, og er með fullar hirslur fjár annars staðar????!!!!!
Ef einhver getur ekki staðið við að borga lánið sitt, þá fær hann mögulega niðurfellingu, þeir sem eru verst settir þurfa ekki að borga skatt af þessu. LESTU MÁLIÐ BETUR!!!!
jóhannes (IP-tala skráð) 19.3.2010 kl. 10:51
Jóhannes: Þú ættir að lesa fréttina betur því Tryggvi hefur alveg skilið hana rétt. Ég er marg oft búin að lesa fréttina í morgun og því miður er verið að tala um ALLA en ekki bara þá sem fá milljarða niðufellda. Svo er svo fáránlegt að þú skulir tala um "Gjöf". Það er engin að tala um gjöf. Ef það er bara verið að tala um húsnæðislán þá er fólki boðið upp á að veðsetja húsin sín upp í 110% og lánin fari niður í þá upphæð algjörlega burtséð frá því hvað viðkomandi átti mikið í húsinu sínu fyrir hrun.
Fjóla (IP-tala skráð) 19.3.2010 kl. 11:30
Já, Jóhannes minn, hélstu að Steingrímur ætlaði að gefa þér eitthvað, hann veit ekki hvað það er, en að taka veit hann vel hvað er. Nei félagi eins og þú sérð þá er verið að tala um alla bara misjafnlega mikið eftir upphæðum.
Tryggvi Þórarinsson, 19.3.2010 kl. 11:43
Fjóla, Tryggvi,
Að sögn fjármálaráðherra munu einstaklingar og fyrirtæki ekki þurfa að greiða neinn skatt af afskrift upp að tiltekinni upphæð, verði þessi leið að veruleika.
Þetta er nú bara tekið beint upp úr fréttinni á mbl.is.
-Þarf að segja eitthvað meira, talandi um að vera fjlót á sér. Þetta er jafnvel þarna í fréttinni á síðunni. Hvað þá í fréttaskýringunni, hvað þá í frumvarpinu
.....wake up and smell the coffee...folks!!
Fjóla,
Þetta er gjöf burtséð frá öllu. Húsnæði er framfærslukostnaður. Þessi aðgerð gerir ríkinu kleift að bjarga þeim sem keyptu sitt fyrsta húsnæði á árunum 2004-2007, og síðan sumum sem hafa lent í öðrum áföllum.
Hinir sem hafa farið óvarlega, eða eru í kennitöluflakki, eða einhverju öðru sleppa vonandi ekki eins létt. Loksins er fólk við stjörnvölinn sem hefur kjark, komin tími til.
jóhannes (IP-tala skráð) 19.3.2010 kl. 12:13
Já Fjóla, þar liggur vandinn, upp á ákveðinni upphæð og hún er sem dæmi ef afskrifaðar eru að þér 10 miljónir þarftu að greiða tekjuskatt að fimm miljónum sem gera hvað tvær miljónir í skatt. Og það af afskrift stökkbreittra hækkana á húsnæðisláni, finnst þér þetta í lagi?
Tryggvi Þórarinsson, 19.3.2010 kl. 12:48
Frétt mbl.is er mjög villandi svo ekki sé meira sagt. Hér EKKI um nýjan skatt að ræða. Mér skilst að allar afskriftir hafi hingað til verið skattskyldar 100% sem tekjur. Þessi ríkisstjórn er að leggja til skattalækkun og þá heldur minna veruleikafirrt en þær fyrri. Veit samt ekki hvort það er nóg. Finnst að leiðrétting stökkbreyttra lána af einni íbúð/bíl ætti að vera 100% skattfrjáls. Það er enginn að fá tekjur í búið, þótt lán hans sé lækkað í 110% af verði eignar. Það virðist hins vegar henta mbl.is að gera sem minnst úr því að um skattalækkun er að ræða. Hví skyldi það nú vera ?
Moldríkur, 19.3.2010 kl. 22:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.