Bilaðar hugmyndir, breyta bílalánum í verðtryggð lán með 15% vöxtum???

Ég held að Árni hljóti að hafa dottið og þurfi að láta líta á sig, þetta eru allavega ekki heilbrigðar hugmyndir sem eru að koma fram núna. Ég las í fréttum að hugmyndin sé að þvinga eignaleigufyrirtækin að afskrifa hluta af bílalánunum og breyta þeim síðan í verðtryggð krónulán með 15% vöxtum, hvað er að gerast hér. Verðtryggð lán, er það ekki stefna ríkisstjórnar að minnka vægi verðtryggingar eða allavega kom það fram á margfrægum blaðamannafundi í síðustu viku þegar var reynt að ljúga því að okkur að eitthvað ætti að fara að gera varðandi verðtrygginguna en þá var það bara að bjóða upp á fastavaxtalá í meira mæli en svo kemur þetta í andlitið á fólki. Ég hefði kannski séð fyrir mér ca 10% fastvaxtalán ef lánunum er breitt í krónulán en ekki 15% plús 8,5% verðtryggingu sem gerir samtals 23,5 % vexti því þessi blessaða verðtrygging er ekkert nema þjófur sem skilar vaxtamun til lánveitenda. Að mínu mati þá verður að fara að stöðva svona klikkaðar hugmyndir áður en þeir komast í gegn en stjórn þessi er ekkert nema sandkassa og gæluverkefnaleikur einstakra aðila sem vilja einungis koma sínu í gegn með lagasetningum en samstaða og raunhæfar tillögur hafa ekki enn sést og hvað skal gera? 
mbl.is Rætt um að breyta erlendum bílalánum í innlend
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það á að bjarga fyrirtækjunum áður en dómur fellur og helst áður en skýrslan kemu´r út.

Dísa (IP-tala skráð) 27.3.2010 kl. 19:54

2 Smámynd: Arnar Bergur Guðjónsson

Þetta er bilun.
Er Árni að selja sig okurlánafyrirtækjum?

Ég mun aldrei samþykkja svona samninga, í raun ætti ég að eiga 2 mánuði eftir að borga af mínum bíl, í staðinn á ég 26 mánuði

Arnar Bergur Guðjónsson, 27.3.2010 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband