12.4.2010 | 11:39
Björgvin segi af sér þingmennsku strax í dag.
Það ætti að vera verk númer eitt að Björgvin G.Sigurðsson segi af sér þingmennsku nú þegar og starfi ekki framar á vegum hins opinbera.
Tólf gerðu athugasemdir við skýrsluna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Ekki gleyma því að Björgvin G. sagði af sér sem viðskiptaráðherra korteri fyrir stjórnarslit, þ.e.a.s. áður en hann fékk annað embætti þannig að hann er fyllilega búinn að axla sína ábyrð.
Axel (IP-tala skráð) 12.4.2010 kl. 11:47
Axel, áttu við að ef Davíð Oddsson hefði sagt af sér á sama tími og Björgvin þá væri hann fullkomlega hæfur til þess að vera ritstjóri og fjalla um hrunið því hann væri búinn að axla ábyrgð?
Fannar frá Rifi, 12.4.2010 kl. 11:49
Björgvin er í dag sakhæfur maður og á ekki að mínu mati að starfa á vegum hins opinbera. Davíð Oddsson er sakhæfur maður líka ásamt Geir og Árna og allir eiga að sitja undir sama hatti og fá sömu örlög. Mér er alveg skítsama hvar þessir menn eru staddir í pólítík, þetta snýst um þeirra eigin vinnubrögð.
Tryggvi Þórarinsson, 12.4.2010 kl. 11:53
Davíð.Geir. Árni. bera höfuðábyrgð. Björgvin ber vissulega ábyrgð, en ljóst er að honum hefur vísvitandi verið haldið fyrir utan ferlið.
En við skulum ekki loka augunum fyrir því að Framsókn og Sjálfstæðisflokkur eru hinir raunverulegu hrunflokkar..þeir opnuðu leiðina.
hilmar jónsson, 12.4.2010 kl. 12:05
Við eigum ekki að loka augunum fyrir neinu í þessu máli og allir sekir sem sýndu vanrækslu í starfi. Ég hins vegar velti fyrir mér þar sem stjórn Samfylkingar og Sjálfstæðismanna hafi greinilega verið stjórn ósættis og ólíkra sjónarmiða hvort við séum ekki með svipaða stjórn á borðinu í dag, jafnvel hvort það sé á annað borð hægt að hnoða saman stjórnum úr þessi liði sem á þingi er og fara að skoða hvort fagfólk utan flokka eigi ekki að taka allar ráðherrastöður?
Tryggvi Þórarinsson, 12.4.2010 kl. 12:26
Ég vona að það sé augljóst að fyrra kommentið mitt átti að vera kaldhæðni. Annars er það algjörlega ljóst að Samfylkingin er ber alveg jafn mykla ábyrgð eins og hinir flokkarnir ef ekki meiri. Allir þrír flokkarnir Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og Samfylkingin bera mikla ábyrgað bara á mismunandi hlutum. Framsókn kom allri lánavitleysunni af stað með að heimila 90% prósenta lán í byrjun og bera þeir því ábyrgð á lánaútþennslunni. Sjálfstæðisflokkurinn var aðal frumkvöðullinn að einkavæðingunni og fór allt of geist (er þetta orð rétt skrifað???) af stað í hana og skoðuðu málið ekki nógu vandlega og ekki út frá nógu mörgum sjónarhornum áður, þó svo að ég sé ekkert endilega á móti einkavæðingu bankakerfisins yfir höfuð ef staðið er rétt að henni. Samfylkingin (og fyrri flokkar hennar) bera að miklu leiti ábyrgð á öllu evrópu ruglinu og þeim reglugerðum sem voru teknar upp gagnrýnislaust ffrá Evrópu auk þess sem að hún klikkaði algjörelga á bankamálavakt sinni og ber m.a. megin ábyrgð að mínu mati á IceSave.
Annars held ég að þetta hafi mjög lítið með flokkana sjálfa að gera, bara hvaða menn eru á hvaða stað á hverjum tíma. Það er fullt af vanhæfu fólki í öllum flokkum en það þýðir ekki að flokkarnir geti ekki verið góðir ef svörtu sauðunum er skipt út. Stefna allra flokka er í sjálfu sér mjög svipuð nema kannski hjá Samfylkingunni þar sem hún berst svo stíft fyrir ESB.
Axel (IP-tala skráð) 12.4.2010 kl. 15:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.