Það er allt við sama heygarðshornið hjá ríkistjórninni, nú finnst Árna Páli mjög eðlilegt að ausa fjámunum inn í íbúðarlánasjóð til þess að bjarga honum en fjölskyldur halda áfram að verða gjaldþrota og fleiri og fleiri eignir lenda í höndum Íbúðarlánasjóðs, af hverju í ósköpum sjá menn ekki ekki að það er engin keðjuverkun í landinu lengur vegna stefnu ríkisstjórnarinnar, það er allt stopp og ekkert gerist. Ég sagði fyrir um ári síðan að íbúðarlánasjóður þyrfti að yfirtaka um 1000 íbúðir á þessu ári (2009) en þær eru á fjórða hundrað en þá á eftir að taka þúsundir fjárnáma og uppboðsbeiðna fyrir sem hefur verið frestað en ef þær hefðu verið afgreiddar þá væri ég nærri lagi. Þetta fannst mörgum alveg fráleitt að svo margar íbúðir yrðu yfirteknar en raunin er bara þessi og bankarnir yfirtaka nokkrar íbúðir á dag. Stefna stjórnarinnar hefur mistekist hroðalega á öllum sviðum og verða afleiðingarnar rosalegar ef ekki verður breitt um stefnu og reynt að afskrifa flatan niðurskurð og byggja upp atvinnulífið en þessar tvær aðgerðir eru nátengdar og búa til svokallaða keðjuverkun sem verður að vera í öllum þjóðfélögum. Skattar verða að lækka eins og skot því skattarnir verða frekar að koma inn í gegn um vsk kerfið í miklu meira mæli að það mun fjölga störfum og svo koll af kolli.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál, Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.