Nú þurfum við naflaskoðun allra embættisverka á Íslandi, núna ekki á morgun.

Það er talað,talað, talað og talað en ekki nokkur skapaður hlutur breytist en það er hægt að tala um AGS, ESB, ástandið í Grikklandi (sjá frétt), bann á nektardansi, banna léttölsauglýsingar, hækka skatta, fangelsa útrásarvíkinga, skýrslu hrunsins, nuddast út af því sem liðið er og nánast allt á milli himins og jarðar nema að byggja hérna upp lífvænlegt umhverfi fyrir almenning. Þetta er fortíðin sem er verið að vinna í en nútíðin og framtíðin virðast ekki skipta nokkru máli?

Í alvöru talað, þá er þetta skammarlegt og nánast hryðjuverk gangnvart landsmönnum hvernig er staðið að málum hér á landi. Tildæmis, hvers vegna má ekki taka þá stefnu að gera eitthvað markvert fyrir almenning þótt það kosti ríkissjóð eða fjármagnseigendur fé eins og tildæmis að afnema verðtryggingu, afskrifa skuldir, gera fólki kleift að eignast eitthvað á nýjan leik fljótt eftir að það lendir í gjaldþrotum, hætta að nuddast út af fortíðinni, vinna saman að uppbyggingu, leggja niður flokkaþras, gera fólk ánægt og gefa því von um að það geti stigið upp úr þessari stöðnun sem hér varir, þetta eru hlutir sem skipta máli og snerta tilfinningar landsmanna og við þörfnumst þess að eitthvað sé gert sem er hægt að finna fyrir fljótt og vel. Ég vil ekki heyra að við höfum ekki efni á þessu og hinu, ef við höfum tildæmis efni á að fara i aðildarviðræður við ESB þá eru til peningar og kannski má bara forgangsraða betur, fókið fyrst og síðan ESB o.s.f.v. þetta snýst ekki allt um peninga sem eru til ráðstöfunar núna heldur hvernig við getum aflað tekna fyrir ríkissjóð í dag og síðan á morgun og hinn og síðan koll af kolli, til þess erum við ríkust allra þjóða, það fer ekki á milli mála. 

Það er allt í lagi að stíga til hliðar ef manni hefur mistekist eða gert mistök í starfi það er frekar uppbyggjandi fyrir viðkomandi að stíga til hliðar og geta sagt, mér urðu á mistök og myndi það frekar styrkja mannorð viðkomandi frekar en að rægja það. Að sitja og gera hver mistökin á eftir öðrum og vera með almenning á móti sér er bara ekki bjóðandi lengur í þessu þjóðfélagi og nú á ég við alla ráðamenn þjóðarinnar sama hvaða starfi hann gegnir. Hver og einn ætti að setjast niður og fara yfir sín verk að bera þau saman við almenningsviðhorfið og fá niðurstöðu hvort honum sé stætt og ef honum finnst það þá verður hann að rökstyðja það við almenning frá öllum hliðum.

Það vantar góðan þáttagerðamann sem þorir að tala og spyrja ákveðið, taka saman embættisverk fólks, tildæmis ráðherra og fá fólkið svo í þátt þar sem er farið yfir verk þeirra og það látið svara og rökstyðja svör sín. Okkur almenning vantar skýr svör í dag á fjölda mörgum atriðum eins og má tildæmis lesa hér fyrir ofan og við þurfum að fá að vita hvers vegna fólk kemst upp með að vinna illa fyrir samfélagið en sitja samt sem fastast en fjöldinn allur af opinberum starfsmönnum stendur alls ekki undir starfi sínu en situr samt. Ég er bara að reyna að opna aðeins umræðu um að brjóta upp í eitt skipti fyrir öll þessi stöðnuðu viðhorf og venjur í íslensku stjórnarfari, okkur hefur aðeins þokast með afsögnum nokkurra aðila sem áttu allar fullan rétt á sér en það er vonandi bara byrjunin á mörgun þjóðhagslega hagstæðum afsögnum hvort sem það heitir ráðherrar, alþingismenn, ríkistjórn eða einfaldlega opinber embættismaður. Byrjum núna bloggarar landsins og koma af stað umræðu um að taka allt stjórnkerfið í gegn og að fólk verði látið svara fyrir verk sín í nútíðinni en látum vera það sem er búið og verður ekki breytt því breytingarnar verða að byrja núna.   


mbl.is Steingrímur þakkar fyrir krónuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband