Fagmennskan látið víkja fyrir pólítísku rifrildi og ósameiningu.

Hvað eigum við almennir borgarar að þurfa að horfa upp á þetta lengi að ríkisstjórn sem er hvorki fugl né fiskur og brothætt sem egg, pota svona vinnubrögðum inn í þjóðfélagið að það sé mikilvægara að halda þessari liðónýtu stjórn á lífi með því að láta eina ráðherrann fara sem hefur unnið sitt starf af heilindum hún Ragna Árnadóttir, framúrskarandi fagmaður sem vinnur sína vinnu mjög vel, Það er alltaf verið að telja okkur trú um að það þurfi að vinna á siðspillingunni hér á landi en hvað er þetta annað en siðspilling og ósætti í stjórnarháttum? Það mega allir ráðherra víkja mín vegna nema Ragna enda held ég að hún myndi alveg ráða við það ein að stjórna þessu landi miðað við vinnubrögð annara undanfarið ár. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband