Svandís Svavarsdóttir heldur sýnu striki enn og aftur, stöðvar atvinnutækifæri.

ORF Líftækni er fyrirtæki sem ég var að lesa um og þar kemur fram að það sé búið að auka starfsmannafjölda sinn um helming frá hruni og hefur fyrirtækið notið þess að erlendir fjárfestar eru duglegir að leggja fyrirtækinu lið og standa nú yfir viðræður við Indverskan fjárfesti að taka þátt í stóru verkefni. Fyrirtækið stefnir á stórfellda akuryrkju þar sem erfðabreytt bygg yrði notað til framleiðslu á líftæknivörum Það eina sem stendur í vegi er úrskurður Svandísar Svavarsdóttur um útiræktunarleyfi en Umhverfisstofnun hafði veitt leyfið en Svandís afturkallað það.

Þetta er ekki einleikið að ein mannesskja skuli standa fyrir því að frmkvæmdir upp á miljarða króna skuli stöðvast eingöngu vegna þess að ráðherrann getur ekki sætt sig við nokkurn skapaðan hlut og virðist þjökuð af neikvæðni. Ég vil bara benda henni á það að það búa fleyri en hún á Íslandi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband