Það gleður mig mikið að félög og einstaklingar séu farnir að mótmæla fjárfestingarstefnu lífeyrissjóða á íslandi. Við erum búin að brenna okkur all svakalega nú þegar en sjóðirnir ætla að halda sínu striki og halda áfram á sömu leið, þetta verðum við að stöðva áður en það verður og seint.
Meira en nóg af áhættufjárfestingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Þeim væri nær að fjárfesta í orkufyrirtækjum og virkjunum og öðru því sem stendur vel undir sér og hraðar uppbyggingu og tekjuöflun. Lífeyrissjóðirnir gætu þannig haft áhrif á að orkuverð sé ekki of lágt og eðlilegur arður skili sér fljótt.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 13.9.2010 kl. 10:24
Að sjálfsögðu á að fjárfesta í auðlindum okkar sem eru margfalt verðmætari heldur en fyrirtæki sem hafa lent í þroti og engin veit um framvindu þeirra og síðan þarf ekki neina draumaávöxtun á lífeyri okkar, það sem þarf er örugg ávöxtun til þess að við fáum alla peningana okkar til baka með eðlilegri ávöxtun.
Sem dæmi: Sæstrengur yfir til Skotlands kostar um 14 miljarða króna og það er talað um að landsviskjun fengi fimm til sjöfalt verð í evrópu miðað við verð til íslenskra heimila í dag er þetta ekki alvöru fjárfesting? það þarf að vera framsýnn til þess að reysa heila þjóð við og þarna er verið að tala um græna orku.
Tryggvi Þórarinsson, 13.9.2010 kl. 11:29
Vissulega en mér hugnast frekar að nota orkuna innanlands til atvinnusköpunar, bæði beinnar og afleiddrar. Stóriðjan t.d. gæti skilað meiru ef meira væri unnið úr áli hér heima, þá væri hægt að nota CO2 útblásturinn frá þeim ásamt rafmagni í að fullnægja bíla og bátaflotanum með lífrænu eldsneyti þar sem aðeins kæmi vatn út úr úrblæstri bílanna. Þá þurfum við að nýta gufuna sem til fellur en ekki bara heita vatnið i jarðvarmavirkjunum etc. Þarna er örugg fjárfesting til langs tíma. Mér finnst núna að lífeyrissjóðirnir eigi að stuðla að Helguvíkurdæminu og jafnvel álveri eða öðru á Bakka. Ekki svo að segja að ég vilji ekki líka eitthvað annað en stóriðju en sé ekki þessa aðila sem myndu geta keypt næga orku bíða í röðum. Ég sé ekki að það þurfi að togast svona mikið á hvað eigi að virkja og hvað ekki heldur sé aðalatriðið að vernda þann hluta náttúrunnar sem við ætlum að eiga ósnerta og fara svo að nýta hitt eins og hægt er.
Andri Snær varar við of mikilli uppbyggingu orkunnar en nú er lag, ekki er þennsla núna og því er þörf á innslagi.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 13.9.2010 kl. 12:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.