16.9.2010 | 12:23
Bylting ef lánveitandi vinnur málið?
Þá er komið á því íslendingar góðir, vinnur fólkið og fær sanngjarna leiðréttingu eða vinna fjármálastofnanir, þessu er erfitt að spá en grunur minn liggur í því að spillingarstjórnmálin vinni í dag og við sitjum uppi með sárt ennið, því miður en maður heldur í þessa litlu von að fókið vinni og samningsvextir haldi enda var skrifað undir það þegar fólk tók lánin.
Ef þetta fer á versta veg fyrir fókið í landinu þá er tímabært að stofna til Byltingar og fella ríkisstjórnina og fá eitthvað fólk til starfa til þess að koma atvinnulífinu af stað ásamt leiðréttingu lána, allt er betra en það fólk sem situr við stjórn landsins í dag.
Dómur í gengislánamáli í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
það ma reikna með mer !
Jónas Jónasson, 16.9.2010 kl. 12:41
Og hvað er "sanngjörn leiðrétting"? Hvað á að velta stórum hluta gengislánnanna yfir á aðra til að niðurstaðan teljust "sanngjörn"?
Óháð því hvað gerist, þá er ljóst að a.m.k. hluti þeirra sem tóku gengistryggð lán mun fá lækkun sinna skulda, miðað við að ef gengistryggðu lánin hefðu verið talin lögleg.
Það eru ýmsir sem vonast til þess að lánin breytist bara í óverðtryggð lán með 2% vöxtum eða svo, en það er óraunhæft, og jafnvel ósanngjarnt - það myndi þýða gífurlegan flutning fjármagns frá fjármálafyrirtækjunum til ákveðins hóps lántakenda - og myndi leiða til þeirrar undarlegu niðurstöðu, að þeir sem ákváðu að fara varlega og tóku lán í íslenskum krónum væru nú skyndilega mun verr staddir en þeir sem tóku þá ofurbjartsýnu ákvörðun að veðja á að gengi krónunnar héldist áfram allt, allt of hátt.
Óháð þessu er ljóst að bílafjármögnunarfyrirtækin munu væntanlega öll fara í þrot - og þeir sem halda að þeir fái stórar upphæðir endurgreiddar munu væntanlega verða fyrir vonbrigðum.Það er líka ljóst að óháð því hver niðurstaðan verður, þá mun koma til áframhaldandi málaferla næstu árin - sérstaklega hvað varðar gengisbundin lán til fyrirtækja, sem voru stundum á öðrum skilmálum en lán til einstaklinga.
Með öðrum orðum, lántakendur munu ekki þurfa að borga til baka raunvirði þess (með vöxtum) sem þeir fengu lánað, en áfallið fyrir fjármálafyrirtækin verður samt ekki meira en svo að bankarnir ættu að lifa þetta af.
Það er síðan spurning hvort stjórnvöld þurfa að leggja bönkunum til pening vegna þessa - og þess fjár verður ekki aflað nema með því að skatleggja þjóðina - svolítið ósanngjarnt gagnvart þeim sem ekki tóku þátt í gengislánavitleysunni, en ekkert við því að gera.
Púkinn, 16.9.2010 kl. 12:44
þetta stefnir í styrjöld út á götu ef Hæstirettur dæmir lánveitandanum í vil. þarna verður okkur þá það ljóst að hægt er að hagræða Íslenskum lögum.
Það virðist vera komin nú þegar einhverskonar gjá á milli fólks sem þarf að greiða, fara eftir lögum og þeirra sem virðast hafa einhver völd og þurfa því ekki að greiða né lúta lögum.
Jónas Jónasson, 16.9.2010 kl. 13:00
Við skulum athuga að þeir sem hafa greitt of mikið og tapa mismuni vegna gjaldþrots fjármögnunarfyrirtækjanna fá allvega lækkaðan höfuðstól og verður það þannig hjá langflestum að lánin lækka því fólk hefur ekki getað greitt af þeim vegna stökkbreitinganna. Hvað varðar hina sem ekki tóku gengislán þá er það nokkuð á hreinu að að leiðrétta þarf líka verðtryggingarþáttinn til þeirra með íslensku lánin því verðtrygging hækkaði vegna ákvarðanatöku fjármálastofnana og eru dómsmál að hefjast vegna þeirra, Verðtrygging hefur sett miklu fleiri fjölskyldur í þrot í gegn um árin heldur en þessi gengistryggðu lán. Ríkið verður bara að laga til hjá sér til þess að mæta þessu og það mál tildæmis leggja niður Landsbankann eða selja hann, enda höfum við enga þörf fyrir hann lengur.
Tryggvi Þórarinsson, 16.9.2010 kl. 13:06
Það verður þá að leiðrétta verðtryggðu íslensku okurlánin líka. Annars verður til annar hópur sem hefur borgað okurvexti mjög ósáttur. Sá sem tók lán hjá SP Fjármögnun eða Lýsingu á árinu 2006 hefur þurft að borga 9,8% raunvexti ofan á verðtrygginguna sem hefur hækkað höfuðstólinn gríðarlega. Vextirnir fóru með verðbólguvöxtunum upp í 30% á tólf mánaða tímabili frá 2008-2009. Verðtryggingin hefur hækkað höfuðstól íbúðaláns frá 2005 um yfir 50%.
Margrét Ólafsd. (IP-tala skráð) 16.9.2010 kl. 13:06
Verðtrygging þjónar í raun þeim eina tilgangi að vega upp á móti raunvirðisrýrnun gjaldmiðilsins. Ef verðtrygging er ekki til staðar, þá fæst enginn til að lána fé nema á mjög háum nafnvöxtum.
Þeir sem tala um að "afnema verðtrygginguna" verða að gera sér grein fyrir því að meðan við Íslendingar búum við efnahagsstjórn sem leiðir til þess að gjaldmiðillinn hefur stöðugt rýrnað að raunvirði, þá myndi afnám verðtryggingar eingöngu leiða til þess að nafnvextir hér yrðu mjög, mjög háir í staðinn ... það myndi einfaldlega engu breyta.
Púkinn, 16.9.2010 kl. 13:30
Hvers vegna greiðir fólk fjármagstekjuskatt af verðbótum ef þeir eiga bara að tryggja verðgildi peninga? Hvers vegna eru laun ekki verðtryggð? Hvers vegna skapast á 10 ára fresti svo mikið ójafnvægi á íbúðarlánamarkaði að þúsundir fjölskyldna verða gjaldþrota? Hvers vegna eru einingis 3 til 4 þjóðir á jörðinni sem nota verðtryggingu? Það er langt síðan ég varð sannfærður um að við þyrftum að losa okkur við verðtryggingu og taka upp nýjan gjaldmiðil til þess að það sé ekki hægt að vera að hræra í þeim gjaldmiðli sem er notaður, krónan hefur nánast verið ónýt frá byrjun.
Tryggvi Þórarinsson, 16.9.2010 kl. 14:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.