18.9.2010 | 19:23
Hefur Steingrímur umboð þjóðarinnar í þessu máli?
Steingrímur veldur alltaf meiri og meiri vonbrigðum í öllum sínum störfum og að mínu mati er hann engan veginn maður til þess að axla ábyrgð fjármálaráðherra. Þessi frétt fjallar um hið fræga Icesave mál sem þjóðin hefur fellt í atkvæðagreiðslu einu sinni og því spyr ég hvort Steingrímur hafi umboð þjóðarinnar til þess að lofa greiðslum sem við þurfum kannski ekki að greiða. Í þessu máli þarf að hafa hugfast að það er verið að tala um að almenningur taki ábyrgð á falli einkahlutafélags sem er fráleitt að mati þjóðarinnar og því hefur Steingrímur engan rétt til þess að tala svona án þess að hafa okkar umboð. Við þurfum að losna við svona landráðamenn úr ríkisstjórn strax.
Steingrímur: Íslendingar munu borga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Mikið er ég sammála þér. Hann er okkur til þvílíkrar skammar að það hálfa væri nóg. Forseti okkar Herra Ólafur Ragnar Grímsson er á sama tíma að tala máli þjóðarinnar um að það sé ekki okkar skattgreiðenda á Íslandi að borga þessa einkaóreiðu sem þetta Icesave er... Þjóðarinnar sem að þessi maður er Fjármálaráðherra hjá... Það er óhreint í pokahorninu hans Steingríms J. Sigfússonar það er alveg ljóst eftir þessari hegðun hans að dæma...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 18.9.2010 kl. 19:40
hann hefur ekki mitt atvkæði og ef ég man rétt þá fóru kosningar um icesave þannig að þjóðin vill ekki borga þetta, og alveg sérstaklega merkilegt að þessi staðreynd virðist ekki hafa síast inn í hausinn á honum, og hvar eru eignir bankana núna sem átti að selja upp í skuldina ?
GunniS, 18.9.2010 kl. 19:44
Svona drullusokkar voru kallaðir landráðamenn í gamla daga.
Axel Guðmundsson, 18.9.2010 kl. 20:12
Halló!!!!
Það er búið að marglofa þessu. Alþingi samþykkti að veitra ríkisábyrgð og ÓRG blessaður skrifaði undir. Eru menn ekki að lesa heima???
Hvað á SJS að segja annað en það sem löngu liggur fyrri sem stefna Íslands; borga ef við fáum ásættanlega skilmála. Eru menn ekki að taka lyfin sín, eða.....
Skellur (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 22:19
skellur, og þetta á að hafa gerst hvenær, fyrir eða eftir að fjölmiðlar fjölluðu um ekkert nema icesave í 3 mánuði ?
GunniS, 19.9.2010 kl. 04:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.