6.10.2010 | 12:53
Verðtrygginguna burt fyrst og þá er hægt að gera plön sem standast.
Það hefur ekkert upp á sig að henda einhverju kaupleigukerfi inn á þessum tímum það er búið að reyna ýmislegt í húsnæðismálum landsmanna og mörg kerfi hafa mistekist. Afnemum verðtrygginguna og þá veit fólk kannski hvað það þarf að greiða á mánuði næstu árin öðruvísi gengur þetta ekki upp. Það vitum við öll.
Kaupleigurétt á eignir við lokasölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Það er auðvelt að losna við verðtrygginguna og fá eðlilega vexti ...drífum okkur bara í Evrópusambandið!
corvus corax, 6.10.2010 kl. 13:24
.. og hvað finnst þér að vextirnir eigi að vera háir umfram verðbólgu - er það ekki vandamálið ef verðtryggingin er tekin út?
Kristinn Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 13:27
Við þurfum ekki að fara í ESB til að losna við verðtryggingu eða til þess að fá eðlilega vexti....
Það er spurning fyrir hvern þetta allt saman var sett á, það er verðtrygging vísitala vextir og allt hvað þetta nú heitir......
Peningar eru ekki það sem lífið á eingöngu að snúast um þó svo að svo virðist vera látið. Það að allir eiga að eiga ofan í sig og á, á að vera málið og ef það þarf að breyta peningargildinu þá verður að gera það... Spurning kannski um að prenta bara yfirdrifið nóg af peningum svo það verði hægt að hækka framfærslu í það sem hún þarf að vera, ekki eins og þetta er í dag að 2 fyrirvinnur á heimili eru ekki einu sinni að ná endum saman fyrir 1 heimili......
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 6.10.2010 kl. 13:51
Kristinn, þetta er gömul klisja. Vextir eru mjög lágir á íbúðarhúsnæði almennt út í heimi 3 til 4 % og lítil sem engin verðbólga, erum við eitthvað öðruvísi en aðrar þjóðir, hvers vegna er þetta ekki hægt hjá okkur? Það vita allir að við þurfum nýjan gjaldmiðil en þá verður bara að gera það í stað þess að tala bara um hlutina.
Tryggvi Þórarinsson, 6.10.2010 kl. 14:56
... það er einmitt málið við verðum að taka upp annan gjaldmiðil ÁÐUR en verðtryggingin fellur niður - eins og þú segir þá eru vextir á íbúðalánum um 3-4% úti í heimi og verðbólgan ca 2% þannig að raunvextir eru almennt um 2% - hjá Íbúðalánasjóði er ég með lán sem ber 5,1% raunvexti sem er algert rán - en þetta er kostnaðurinn við að hafa krónu og óhæfa stjórnmálamenn - tek ekki undir með Ingibjörgu, við þurfum einmitt að ganga í ESB til að taka stjórn peningamála úr höndum á óhæfum íslenskum stjórnmálamönnum
Kristinn Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 15:17
Það er hægt að taka upp td dollara eða norska krónu án þess að fara í ESB.
Tryggvi Þórarinsson, 6.10.2010 kl. 16:50
Ég veit ekki betur en að forsætisráðherra Noregs hafi lýst því yfir á sínum tíma að norska krónan væri ekki fyrir aðra en norðmenn, það væri ótrúleg frekja og yfirgangur af íslendingum að taka upp norska krónu í óþökk norðmanna. Bandaríkjamönnum er slétt sama enda USD gerður út sem alþjóðlegur gjaldmiðill.
... til að taka upp annan gjaldmiðil einhliða þarf að kaupa seðla og varla borgum við þá með íslenskum krónum. Við hefðum engan stuðning frá seðlabanka viðkomandi lands - í raun væri bankakerfið ófært um að veita lán fyrir meiru en þeir hefðu mynt/seðla fyrir - en þetta er að sjáfsöguð gerlegt en þá verðum við líka að vera tilbúin að sætta okkur við þær gífurlegu hömlur sem væru á öllum möguleikum til fjárfestinga.
Eina raumhæfa lausnin er að horfast í augu við staðreyndir. Aðild að ESB og upptaka evru, með því eigum VIÐ aðild að Seðlabanka Evrópu.
Kristinn Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 11:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.