18.10.2010 | 21:47
Þjóðstjórn gengur ekki upp, þarf utanþingsstjórn.
Þjóðstjórn gengur ekki upp þar sem Samfylking og VG ættu fulltrúa í henni og það vill engin hafa það fólk við stjórn í dag. Það þarf utanþingsstjórn fagmanna og Ragna Árnadóttir mætti gjarnan verða forsætisráðherra.
Mótmæla niðurskurði og vilja þjóðstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hvers vegna ætti utanþingsstjórn að vera nokkuð skárri en þíngstjórn? Hver ætti að velja slíka stjórn? Hvernig ætti hún að koma málum í gegnum þingið? Aðstæður í samfélaginu eru nú einfaldlega þannig að hvaða stjórn sem sæti verður annaðhvort óvinsæl vegna þess sem hún framkvæmir (því að stórum hópum fólks líkar ekki það sem hún gerir, hvað sem hún gerir) eða að hún gerir ekki neitt því að hún getur ekki komið sér saman um hvað beri að gera. Þ.e.a.s. vandinn sem við eigum við að glíma er ekki sú ríkisstjórn sem við höfum heldur vandinn sem við eigum við að glíma og hann hverfur ekki þótt mynduð verði utanþingsstjórn.
Pétur (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 21:55
Pétur, ég elska þig! Það er svo óskaplega sjaldgæft að sjá fólk með eitthvað milli eyrnanna blogga eða gera athugasemdir. Láttu endilega í þér heyra sem oftast! Þótt séu reyndar ekki til nema sárafáir Íslendingar sem taka mark á manni með viti.
Je minn eini, þvílík undantekning að rekast allt í einu, í bloggheimum, á athugasemd eins og þína!
asdis o. (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 00:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.